Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. október 2017 09:12 Jón Trausti Reynisson er ritstjóri Stundarinnar en GlitnirHoldco fór fram á lögbann á fréttaflutning miðilsins og Reykjavík Media úr gögnum frá Glitni. Vísir/ÞÞ Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Lögbannið var staðfest fyrir viku síðan og í dag rennur út frestur til að höfða mál. Hefði lögbannið fallið úr gildi ef Glitnir HoldCo hefði ekki ákveðið að höfða mál. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna.Neituðu að afhenda gögnin Þann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum esm Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeild og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Lögbannið var staðfest fyrir viku síðan og í dag rennur út frestur til að höfða mál. Hefði lögbannið fallið úr gildi ef Glitnir HoldCo hefði ekki ákveðið að höfða mál. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna.Neituðu að afhenda gögnin Þann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum esm Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeild og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30
Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03