Gran Turismo Sport: Fallegur en innihaldsrýr pakki Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2017 14:30 Þrátt fyrir að leikurinn líti fáránlega vel út og sé skemmtilegur, er skringilega lítið að bílum í honum. Polyphony Digital Nýjasti leikurinn í hinni langvarandi bílaleikjaseríu, Gran Turismo Sport, kom út um miðjan mánuðinn og var það fyrsti GT leikurinn í fjögur ár. Frábær grafík, raunverulegur akstur (Geri ég mér í hugarlund. Skal uppfæra dóminn þegar ég hef ekið sambærilegum tryllitækjum í alvörunni), flottir bílar og flott hljóð er það sem finna má í leiknum og ekki má gleyma áskornuninni. Því hann er ekki auðveldur.Bílaleikir hafa aldrei átt mjög greiða leið að hjarta mínu, ljóðrænt, og ég hef ekki spilað Gran Turismo leik í mörg ár. Mögulega ekki frá því þegar ég byrjaði í menntaskóla sem busi. Þá létu eldri nemendur mig spila, að mig minnir, GT2 á PS1 í heilan dag til að safna peningum. Ég þurfti að keyra sömu brautina á sama bílnum í marga klukkutíma og er ekki viss um að ég hafi nokkurn tíma jafnað mig á því. Það er langt um liðið og ég hef reynt að bæla minninguna niður. Það eina sem ég man er að ég stýrði bláum Coup-bíl. Kannski japönskum. Ástæðan fyrir því að ég tek þetta fram er að mögulega er dómurinn litaður af þessari hræðilegu lífsreynslu. Þrátt fyrir að leikurinn líti fáránlega vel út og sé skemmtilegur, er skringilega lítið að bílum í honum. Einungis 162 en þeir hafa jafnvel farið yfir þúsund áður. Sömuleiðis má nefna að brautirnar eru einungis 40, sem er einnig minna en oft áður.Það sem GTS býður meðal annars upp á er að spila gegn tölvunni á áðurnefndum 40 brautum og á mismunandi erfiðleikastigum. Einnig er boðið upp á hinar ýmsu þrautir fyrir spilara til að sigrast á. Þá geta tveir spilað gegn hvorum öðrum á sama skjánum og hægt er að spila á netinu gegn öðrum spilurum um heim allan. Netspilunin er það sem leikurinn snýst hvað mest um. Allt hitt er frekar hrátt.Töluvert „grind“ Spilarar þurfa að byrja með lélega bíla og sigra keppnir til að fá peninga til að kaupa nýja og betri bíla til að sigra aðrar keppnir og svo koll af kolli. Þetta er í rauninni mjög mikið „grind“ en ég fékk save frá framleiðendunum til að geta ekið flestum bílum leiksins. Því slapp ég við alla endurtekninguna. Að aka þessum tryllitækjum getur verið frekar erfitt en það er þó mjög skemmtilegt og framleiðendur leiksins hafa greinilega lagt mikið í það. Sem er svo sem ekkert skrítið miðað við að GTS er akstursleikur. Framleiðendur GTS hafa sett sér það markmið að gera leik fyrir netspilun. Þrjár tegundir net-kappakstra eru haldnar á tuttugu mínútna fresti. Á milli kappakstra þurfa ökumenn að setja tíma svo leikurinn geti skipt þeim niður eftir hæfni. Til að komast hjá því að spilarar séu að klessa á aðra, neyða þá útaf og þess háttar, með því að koma upp ákveðnu punktakerfi. Í hvert sinn sem einhver keyrir á annan spilara fær hann ákveðinn fjölda punkta og verður auðvelt að bera kennsl á leiðinlega ökumenn.Samantekt-ish Þannig að niðurstaðan er þessi. Leikurinn er flottur og skemmtilegur en verður þreyttur á endanum og þá sérstaklega fyrir fólk sem hefur ef til vill ekki mikinn áhuga á akstursíþróttum til að byrja með. Gran Turismo sport er ef til vill of hrár til að höfða mikið til annarra hópa. Ég hef séð marga halda því fram að leikurinn ætti í raun að heita Gran Turismo Online. Einn af stærri göllum leiksins er að það er ekkert hægt að breyta bílunum. Ekki einu sinni litnum, sem er glatað. Maður skemmtir sér þó við að keyra í GTS þó ég sé ekki hugfallinn aðdáandi. Ég get þó vel ímyndað mér að ef ég ætti stýri fyrir PS4 myndi ég henda annarri stjörnu á leikinn. Leikjavísir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Nýjasti leikurinn í hinni langvarandi bílaleikjaseríu, Gran Turismo Sport, kom út um miðjan mánuðinn og var það fyrsti GT leikurinn í fjögur ár. Frábær grafík, raunverulegur akstur (Geri ég mér í hugarlund. Skal uppfæra dóminn þegar ég hef ekið sambærilegum tryllitækjum í alvörunni), flottir bílar og flott hljóð er það sem finna má í leiknum og ekki má gleyma áskornuninni. Því hann er ekki auðveldur.Bílaleikir hafa aldrei átt mjög greiða leið að hjarta mínu, ljóðrænt, og ég hef ekki spilað Gran Turismo leik í mörg ár. Mögulega ekki frá því þegar ég byrjaði í menntaskóla sem busi. Þá létu eldri nemendur mig spila, að mig minnir, GT2 á PS1 í heilan dag til að safna peningum. Ég þurfti að keyra sömu brautina á sama bílnum í marga klukkutíma og er ekki viss um að ég hafi nokkurn tíma jafnað mig á því. Það er langt um liðið og ég hef reynt að bæla minninguna niður. Það eina sem ég man er að ég stýrði bláum Coup-bíl. Kannski japönskum. Ástæðan fyrir því að ég tek þetta fram er að mögulega er dómurinn litaður af þessari hræðilegu lífsreynslu. Þrátt fyrir að leikurinn líti fáránlega vel út og sé skemmtilegur, er skringilega lítið að bílum í honum. Einungis 162 en þeir hafa jafnvel farið yfir þúsund áður. Sömuleiðis má nefna að brautirnar eru einungis 40, sem er einnig minna en oft áður.Það sem GTS býður meðal annars upp á er að spila gegn tölvunni á áðurnefndum 40 brautum og á mismunandi erfiðleikastigum. Einnig er boðið upp á hinar ýmsu þrautir fyrir spilara til að sigrast á. Þá geta tveir spilað gegn hvorum öðrum á sama skjánum og hægt er að spila á netinu gegn öðrum spilurum um heim allan. Netspilunin er það sem leikurinn snýst hvað mest um. Allt hitt er frekar hrátt.Töluvert „grind“ Spilarar þurfa að byrja með lélega bíla og sigra keppnir til að fá peninga til að kaupa nýja og betri bíla til að sigra aðrar keppnir og svo koll af kolli. Þetta er í rauninni mjög mikið „grind“ en ég fékk save frá framleiðendunum til að geta ekið flestum bílum leiksins. Því slapp ég við alla endurtekninguna. Að aka þessum tryllitækjum getur verið frekar erfitt en það er þó mjög skemmtilegt og framleiðendur leiksins hafa greinilega lagt mikið í það. Sem er svo sem ekkert skrítið miðað við að GTS er akstursleikur. Framleiðendur GTS hafa sett sér það markmið að gera leik fyrir netspilun. Þrjár tegundir net-kappakstra eru haldnar á tuttugu mínútna fresti. Á milli kappakstra þurfa ökumenn að setja tíma svo leikurinn geti skipt þeim niður eftir hæfni. Til að komast hjá því að spilarar séu að klessa á aðra, neyða þá útaf og þess háttar, með því að koma upp ákveðnu punktakerfi. Í hvert sinn sem einhver keyrir á annan spilara fær hann ákveðinn fjölda punkta og verður auðvelt að bera kennsl á leiðinlega ökumenn.Samantekt-ish Þannig að niðurstaðan er þessi. Leikurinn er flottur og skemmtilegur en verður þreyttur á endanum og þá sérstaklega fyrir fólk sem hefur ef til vill ekki mikinn áhuga á akstursíþróttum til að byrja með. Gran Turismo sport er ef til vill of hrár til að höfða mikið til annarra hópa. Ég hef séð marga halda því fram að leikurinn ætti í raun að heita Gran Turismo Online. Einn af stærri göllum leiksins er að það er ekkert hægt að breyta bílunum. Ekki einu sinni litnum, sem er glatað. Maður skemmtir sér þó við að keyra í GTS þó ég sé ekki hugfallinn aðdáandi. Ég get þó vel ímyndað mér að ef ég ætti stýri fyrir PS4 myndi ég henda annarri stjörnu á leikinn.
Leikjavísir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira