Aðalbardagi kvöldsins er í millivigtinni þar sem meistarinn Michael Bisping tekst á við goðsögnina Georges St-Pierre sem snýr aftur eftir fjögurra ára fjarveru frá UFC.
Cody Garbrandt ver svo titil sinn í bantamvigtinni gegn TJ Dillashaw í næststærsta bardaga kvöldsins.
Þriðji titilbardaginn er svo í strávigt kvenna þar sem hin magnaða pólska bardagakona, Joanna Jedrzejczyk, ver titil sinn gegn Rose Namajunas. Allt geggjaðir bardagar.
Í upphitunarþáttum UFC, Embedded, er stjörnunum fylgt eftir lokadagana og fyrsta þáttinn má sjá hér að neðan.