„Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. október 2017 19:15 Í aðeins einu kjördæmi af sex eru konur fleiri en karlar eftir nýafstaðnar þingkosningar. Fyrrverandi borgarfulltrúi segir feðraveldið seigara en andskotann og líkur eru á kvennaframboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar á næsta ári. Hlutur kvenna í nýafstöðnum alþingiskosningum hefur þótt heldur rýr. 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Það hallar á konum í fimm af átta flokkum sem mynda nýtt þing. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna. Sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Sá síðar nefndi fékk fjóra þingmenn kjörna og er formaðurinn, Inga Sæland eina konan. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórar konur kjörnar á þing á móti tólf körlum. „Það hefði ekki mörg atkvæði þurft að falla öðruvísi á milli flokka og kjördæma til þess að við værum með þrjár konur og fjóra karla í þingflokknum. Hins vegar ætlum við að hafa mjög gott og náið samstarf við varaþingmennina hjá okkur og þar er öflugur hópur kvenna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Í Framsóknarflokknum hallar á karla eftir kosningarnar á laugardag en flokkurinn fékk fimm konur kjörnar á móti þremur körlum. „Við höfum þann háttinn á að það er svona rúmregla, það er að segja fjörutíu prósent af fimm efstu eiga að vera af öðru hvoru kyni. Þetta er með miklu betri hætti hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Í aðeins einu kjördæmi af sex eru fleiri konur heldur en karlar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru sex þingsæti skipuð konum og fimm körlum. Í öðrum hallar á konur, mest í Suðurkjördæmi þar sem þær eru aðeins tvær á móti átta körlum. Fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alvarlegt bakslag hafa orðið í jafnréttismálum í nýliðnum kosningum þrátt fyrir háværa kröfu kvenna um breytt samfélag í aðdraganda stjórnarslita. „Feðraveldið er seigara en andskotinn og til þess að breyta því sem að þarf að breyta að þá þarf mjög mikið til. Við munum finna leiðina einn góðan veðurdag. Kannski þurfum við að prófa ýmislegt eða margt en þetta gengur ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Fundur verður haldinn á Mímisbar Hótel Sögu klukkan átta í kvöld þar sem konur ætla að ræða þessi mál og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. „Það er rosalega mikill kraftur þarna úti. Það eru rosalega margar konur sem að langar til þess að grípa til einhverskonar aðgerða. Ein af þeim hugmyndum sem að hafa komið upp er að stofna kvennaframboð og bjóða fram vegna þess að konur hafa ekki náð fram innan hins hefðbundna flokkakerfis,“ segir Sóley Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Í aðeins einu kjördæmi af sex eru konur fleiri en karlar eftir nýafstaðnar þingkosningar. Fyrrverandi borgarfulltrúi segir feðraveldið seigara en andskotann og líkur eru á kvennaframboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar á næsta ári. Hlutur kvenna í nýafstöðnum alþingiskosningum hefur þótt heldur rýr. 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Það hallar á konum í fimm af átta flokkum sem mynda nýtt þing. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna. Sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Sá síðar nefndi fékk fjóra þingmenn kjörna og er formaðurinn, Inga Sæland eina konan. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórar konur kjörnar á þing á móti tólf körlum. „Það hefði ekki mörg atkvæði þurft að falla öðruvísi á milli flokka og kjördæma til þess að við værum með þrjár konur og fjóra karla í þingflokknum. Hins vegar ætlum við að hafa mjög gott og náið samstarf við varaþingmennina hjá okkur og þar er öflugur hópur kvenna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Í Framsóknarflokknum hallar á karla eftir kosningarnar á laugardag en flokkurinn fékk fimm konur kjörnar á móti þremur körlum. „Við höfum þann háttinn á að það er svona rúmregla, það er að segja fjörutíu prósent af fimm efstu eiga að vera af öðru hvoru kyni. Þetta er með miklu betri hætti hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Í aðeins einu kjördæmi af sex eru fleiri konur heldur en karlar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru sex þingsæti skipuð konum og fimm körlum. Í öðrum hallar á konur, mest í Suðurkjördæmi þar sem þær eru aðeins tvær á móti átta körlum. Fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alvarlegt bakslag hafa orðið í jafnréttismálum í nýliðnum kosningum þrátt fyrir háværa kröfu kvenna um breytt samfélag í aðdraganda stjórnarslita. „Feðraveldið er seigara en andskotinn og til þess að breyta því sem að þarf að breyta að þá þarf mjög mikið til. Við munum finna leiðina einn góðan veðurdag. Kannski þurfum við að prófa ýmislegt eða margt en þetta gengur ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Fundur verður haldinn á Mímisbar Hótel Sögu klukkan átta í kvöld þar sem konur ætla að ræða þessi mál og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. „Það er rosalega mikill kraftur þarna úti. Það eru rosalega margar konur sem að langar til þess að grípa til einhverskonar aðgerða. Ein af þeim hugmyndum sem að hafa komið upp er að stofna kvennaframboð og bjóða fram vegna þess að konur hafa ekki náð fram innan hins hefðbundna flokkakerfis,“ segir Sóley
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira