Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2017 17:52 Hér má sjá mynd af Sigurður Gísli og Djúpavík, sem tilheyrir Árneshreppi. Vísir/Stefán. „Undirritaður leggur því til á þessum tímamótum að Árneshreppur staldri örlítið við, áður en ákvörðun um framhald varðandi framkvæmdir til undirbúnings Hvalárvirkjunar er tekin,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður IKEA á Ísland, í athugasemd til hreppsnefndar Árneshrepps vegna fyrirhugaðar Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Sigurður Gísli segir óbyggð víðerni, náttúru og menningu Árneshrepps vera einstakar auðlindir. Ef framkvæmdir vegna uppbyggingar Hvalárvirkjunar ná fram að ganga muni verða óafturkræf breyting þar á að mati Sigurðar Gísla. Hann segir að með þessari framkvæmd sé verið að gjörbreyta ásýnd náttúru í sveitarfélaginu til frambúðar og afturkræft. Samhliða tapist ónýtt tækifæri til atvinnusköpunar, sem hægt væri að þróa, byggt á óbyggðum víðernum, sérstöðu náttúru og menningar.Vill þjóðgarð Hann vill stofna þjóðgarð á svæðinu sem gæti orðið burðarás í samfélaginu, ekki aðeins í Árneshreppi heldur á norðanverðum Vestfjörðum. „Ef vel er haldið á spöðunum myndir hann ekki aðeins skapa störf fyrir umsjónarmenn hans, heldur einnig stuðla að afleiddri atvinnustarfsemi s.s. ferðaþjónustu, uppbyggingu fræðaseturs og annarri nýsköpun,“ segir Sigurður Gísli. Hann vill meina að slík starfsemi gæti orðið aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst brottflutt ungt fólk, sem gæti skapað sér atvinnutækifæri byggð á náttúru- og menningararfleið Árneshrepps. Hann bendir á annars konar þjóðgarða en þá sem þekkjast á Íslandi, þjóðgarða þar sem búseta og atvinnustarfsemi er talinn sjálfsagður liður í sjálfbærri nýtingu og vernd. „Slíka þjóðgarða er víða að finna, en benda má á Cairngorms þjóðgarðinn í Skotlandi sem gott fordæmi,“ segir Sigurður Gísli. Vill láta vinna kostamat Hann vill að Árneshreppur láti vinna kostamat, þar sem bornir væru saman helstu valkostir sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir, þar á meðal yrði stofnun þjóðgarðs, auk virkjunar. Ávinningur hvers kosts og ókostir yrðu dregnir fram. Jafnframt yrði kortlagt hvaða lykilverkefni þyrfti að ráðast í til að Árneshreppur geti snúið vörn í sókn og tímarammi þar til þær breytingar sem sveitarfélagið telur nauðsynlegar eru líklegar til að ná fram í hverju tilfelli.Gerir sér grein fyrir að þjóðgarður virðist fugl í skógi Þar væri að hans mati vegur yfir Veiðileysuháls ofarlega á blaði. Hvað raforkuöryggi fyrir Árneshrepp og Vestfirði varðar, segir Sigurður Gísli að horfa ætti til þeirra kosta sem fyrir liggja, með eða án Hvalárvirkjunar. „Ég geri mér grein fyrir því að hugmynd um þjóðgarð virðist sem fugl í skógi meðan virkjunin er í hendi. Mestu skiptir að ef hægt er að gera hugmynd um þjóðgarð að veruleika með aðkomu áhugasamra aðila, bæði í atvinnulífi, stjórnsýslu og heimafyrir, þá verði sá möguleiki ekki sleginn af að óathuguðu máli. Þessi athugun, það er kostamatið sem áður var nefnt, myndi aðeins útheimta nokkurra vikna þolinmæði sveitarstjórnar og samstarf um mótun annarrar og áhugaverðrar sýnar á framtíðina.“ Leggur hann því til að Árneshreppur fresti því í bili að taka lokaákvarðanir hvað breytingar á aðalskipulaginu og samþykkt deiliskipulagsins varðar. Að ekki verði lokað fyrir tækifæri hvað varðar sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Hann segist jafnvel tilbúinn til að setja sig í samband við hreppsnefndina til að kanna undirtektir á tillögunni og leggja línur um næstu skref, ef áhugi er fyrir því. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Sjá meira
„Undirritaður leggur því til á þessum tímamótum að Árneshreppur staldri örlítið við, áður en ákvörðun um framhald varðandi framkvæmdir til undirbúnings Hvalárvirkjunar er tekin,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður IKEA á Ísland, í athugasemd til hreppsnefndar Árneshrepps vegna fyrirhugaðar Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Sigurður Gísli segir óbyggð víðerni, náttúru og menningu Árneshrepps vera einstakar auðlindir. Ef framkvæmdir vegna uppbyggingar Hvalárvirkjunar ná fram að ganga muni verða óafturkræf breyting þar á að mati Sigurðar Gísla. Hann segir að með þessari framkvæmd sé verið að gjörbreyta ásýnd náttúru í sveitarfélaginu til frambúðar og afturkræft. Samhliða tapist ónýtt tækifæri til atvinnusköpunar, sem hægt væri að þróa, byggt á óbyggðum víðernum, sérstöðu náttúru og menningar.Vill þjóðgarð Hann vill stofna þjóðgarð á svæðinu sem gæti orðið burðarás í samfélaginu, ekki aðeins í Árneshreppi heldur á norðanverðum Vestfjörðum. „Ef vel er haldið á spöðunum myndir hann ekki aðeins skapa störf fyrir umsjónarmenn hans, heldur einnig stuðla að afleiddri atvinnustarfsemi s.s. ferðaþjónustu, uppbyggingu fræðaseturs og annarri nýsköpun,“ segir Sigurður Gísli. Hann vill meina að slík starfsemi gæti orðið aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst brottflutt ungt fólk, sem gæti skapað sér atvinnutækifæri byggð á náttúru- og menningararfleið Árneshrepps. Hann bendir á annars konar þjóðgarða en þá sem þekkjast á Íslandi, þjóðgarða þar sem búseta og atvinnustarfsemi er talinn sjálfsagður liður í sjálfbærri nýtingu og vernd. „Slíka þjóðgarða er víða að finna, en benda má á Cairngorms þjóðgarðinn í Skotlandi sem gott fordæmi,“ segir Sigurður Gísli. Vill láta vinna kostamat Hann vill að Árneshreppur láti vinna kostamat, þar sem bornir væru saman helstu valkostir sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir, þar á meðal yrði stofnun þjóðgarðs, auk virkjunar. Ávinningur hvers kosts og ókostir yrðu dregnir fram. Jafnframt yrði kortlagt hvaða lykilverkefni þyrfti að ráðast í til að Árneshreppur geti snúið vörn í sókn og tímarammi þar til þær breytingar sem sveitarfélagið telur nauðsynlegar eru líklegar til að ná fram í hverju tilfelli.Gerir sér grein fyrir að þjóðgarður virðist fugl í skógi Þar væri að hans mati vegur yfir Veiðileysuháls ofarlega á blaði. Hvað raforkuöryggi fyrir Árneshrepp og Vestfirði varðar, segir Sigurður Gísli að horfa ætti til þeirra kosta sem fyrir liggja, með eða án Hvalárvirkjunar. „Ég geri mér grein fyrir því að hugmynd um þjóðgarð virðist sem fugl í skógi meðan virkjunin er í hendi. Mestu skiptir að ef hægt er að gera hugmynd um þjóðgarð að veruleika með aðkomu áhugasamra aðila, bæði í atvinnulífi, stjórnsýslu og heimafyrir, þá verði sá möguleiki ekki sleginn af að óathuguðu máli. Þessi athugun, það er kostamatið sem áður var nefnt, myndi aðeins útheimta nokkurra vikna þolinmæði sveitarstjórnar og samstarf um mótun annarrar og áhugaverðrar sýnar á framtíðina.“ Leggur hann því til að Árneshreppur fresti því í bili að taka lokaákvarðanir hvað breytingar á aðalskipulaginu og samþykkt deiliskipulagsins varðar. Að ekki verði lokað fyrir tækifæri hvað varðar sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Hann segist jafnvel tilbúinn til að setja sig í samband við hreppsnefndina til að kanna undirtektir á tillögunni og leggja línur um næstu skref, ef áhugi er fyrir því.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Sjá meira