Viðurkennir að hafa sundurlimað lík Wall en segir kolmónoxíðeitrun banameinið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2017 12:55 Hinn 46 ára gamli Peter Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Vísir/AFP Peter Madsen segir að sænska blaðakonan Kim Wall hafi látist af völdum kolmónoxíðeitrunar. Hann hafi í framhaldinu bútað niður líka hennar í kafbát sínum og komið fyrir í Köge flóa. Þetta kemur fram í tilkynningu dönsku lögreglunnar til fjölmiðla í dag.Tilkynningin er send út vegna mikils áhuga fjölmiðla á málinu. Madsen og lögmaður hans hafa ákveðið að una áframhaldandi gæsluvarðhaldi í málinu. Annars hefði farið fram réttarhald í málinu, þar sem krafa um varðhald hefði verið tekin fyrir. Þar hefðu nýjustu upplýsingar í málinu komið fram. Madsen verður í gæsluvarðhaldi til 15. nóvember. Danski uppfinningamaðurinn segir, að sögn dönsku lögreglunnar, að Wall hafi orðið fyrir kolmónoxíðeitruninni á meðan hann var sjálfur uppi á dekki kafbátsins. Hann hafði áður gefið þá skýringu að Wall hefði látist eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Hann hefði varpað líkinu fyrir borð en þvertók fyrir að hafa sundurlimað það. Nú er frásögn hans önnur. Ákæran á hendur Madsen hljóðaði áður upp á manndráp og ósæmilega meðferð á líki. Nú hefur bæst við ákæruliður sem snýr að kynferðisbroti, öðrum en kynmökum, og er vísað til fjórtán áverka eftir stungur í kringum kynfæri Wall. Áður hefur verið greint frá því að myndbönd sem sýndu aftöku kvenna hafi fundist í tölvu Madsen. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð þann 8. mars. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Peter Madsen segir að sænska blaðakonan Kim Wall hafi látist af völdum kolmónoxíðeitrunar. Hann hafi í framhaldinu bútað niður líka hennar í kafbát sínum og komið fyrir í Köge flóa. Þetta kemur fram í tilkynningu dönsku lögreglunnar til fjölmiðla í dag.Tilkynningin er send út vegna mikils áhuga fjölmiðla á málinu. Madsen og lögmaður hans hafa ákveðið að una áframhaldandi gæsluvarðhaldi í málinu. Annars hefði farið fram réttarhald í málinu, þar sem krafa um varðhald hefði verið tekin fyrir. Þar hefðu nýjustu upplýsingar í málinu komið fram. Madsen verður í gæsluvarðhaldi til 15. nóvember. Danski uppfinningamaðurinn segir, að sögn dönsku lögreglunnar, að Wall hafi orðið fyrir kolmónoxíðeitruninni á meðan hann var sjálfur uppi á dekki kafbátsins. Hann hafði áður gefið þá skýringu að Wall hefði látist eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Hann hefði varpað líkinu fyrir borð en þvertók fyrir að hafa sundurlimað það. Nú er frásögn hans önnur. Ákæran á hendur Madsen hljóðaði áður upp á manndráp og ósæmilega meðferð á líki. Nú hefur bæst við ákæruliður sem snýr að kynferðisbroti, öðrum en kynmökum, og er vísað til fjórtán áverka eftir stungur í kringum kynfæri Wall. Áður hefur verið greint frá því að myndbönd sem sýndu aftöku kvenna hafi fundist í tölvu Madsen. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð þann 8. mars.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24
Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45
Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37