Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 10:39 Kolaorkuver spúir reyk út í andrúmsloftið. Styrkur koltvísýrings hefur ekki verið hærri í því í hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir ára. Vísir/AFP Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar jókst helmingi meira í fyrra en hann hefur gert að meðaltali síðasta áratuginn. Vísindamenn segja að losun manna á gróðurhúsalofttegundinni auk veðurfyrirbrigðisins El niño hafi valdið því að styrkur koltvísýrings sé nú meiri en hann hefur verið í að minnsta kosti 800.000 ár. Samkvæmt tölum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) náði styrkur koltvísýrings 403,3 hlutum af milljón (ppm) að meðaltali í fyrra. Tölurnar byggjast á athugunum sem eru gerðar í 51 landi um allan heim. „Þetta er mesta aukning sem við höfum séð á þeim þrjátíu ár sem við höfum haft þetta mælinet,“ segir Oksana Tarasova, yfirmaður lofthjúpsrannsókna WMO við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti og breyttri landnotkun hafi aldrei verið meiri hefur hún jafnast út síðustu árin. Vísindamenn segja að El niño hafi lagt sitt af mörkum til að hækka styrkinn í fyrra. Veðurfyrirbrigðið olli þurrkum víðsvegar um heim sem takmörkuðu bindingu koltvísýrings í trjám og gróðri.Hætta á vítahring aukinnar losunar og hlýnunarSamkvæmt skýrslu WMO hefur aukningin í styrk koltvísýrings í lofthjúpnum síðustu sjötíu árin verið hundraðfalt meiri en við lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum. Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar veldur þeim hnattrænu loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað. Tarasova segir að þær breytingar komi til með að eiga sér stað hratt. Fornloftslagsfræðingar telja að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið eins mikill á jörðinni síðan á miðju plíósentímabilinu, fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var meðalhiti jarðar 2-3°C hærri og sjávarstaðan 10-20 metrum hærri vegna bráðunar íss á Grænlandi og Vestur-Suðurskautslandinu. Sérstakar áhyggjur hafa vísindamenn af því að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar metans jókst óvenjumikið í fyrra, sérstaklega í hitabeltinu og heittempraða beltinu. Sú losun kemur ekki frá beinum athöfnum manna. Óttast vísindamenn að metanlosunin sé náttúruleg svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið. Þannig gæti hún orðið að vítahring þar sem aukin hlýnun veldur meiri náttúrulegri losun gróðurhúsalofttegunda sem aftur veldur meiri hlýnun. Loftslagsmál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar jókst helmingi meira í fyrra en hann hefur gert að meðaltali síðasta áratuginn. Vísindamenn segja að losun manna á gróðurhúsalofttegundinni auk veðurfyrirbrigðisins El niño hafi valdið því að styrkur koltvísýrings sé nú meiri en hann hefur verið í að minnsta kosti 800.000 ár. Samkvæmt tölum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) náði styrkur koltvísýrings 403,3 hlutum af milljón (ppm) að meðaltali í fyrra. Tölurnar byggjast á athugunum sem eru gerðar í 51 landi um allan heim. „Þetta er mesta aukning sem við höfum séð á þeim þrjátíu ár sem við höfum haft þetta mælinet,“ segir Oksana Tarasova, yfirmaður lofthjúpsrannsókna WMO við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti og breyttri landnotkun hafi aldrei verið meiri hefur hún jafnast út síðustu árin. Vísindamenn segja að El niño hafi lagt sitt af mörkum til að hækka styrkinn í fyrra. Veðurfyrirbrigðið olli þurrkum víðsvegar um heim sem takmörkuðu bindingu koltvísýrings í trjám og gróðri.Hætta á vítahring aukinnar losunar og hlýnunarSamkvæmt skýrslu WMO hefur aukningin í styrk koltvísýrings í lofthjúpnum síðustu sjötíu árin verið hundraðfalt meiri en við lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum. Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar veldur þeim hnattrænu loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað. Tarasova segir að þær breytingar komi til með að eiga sér stað hratt. Fornloftslagsfræðingar telja að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið eins mikill á jörðinni síðan á miðju plíósentímabilinu, fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var meðalhiti jarðar 2-3°C hærri og sjávarstaðan 10-20 metrum hærri vegna bráðunar íss á Grænlandi og Vestur-Suðurskautslandinu. Sérstakar áhyggjur hafa vísindamenn af því að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar metans jókst óvenjumikið í fyrra, sérstaklega í hitabeltinu og heittempraða beltinu. Sú losun kemur ekki frá beinum athöfnum manna. Óttast vísindamenn að metanlosunin sé náttúruleg svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið. Þannig gæti hún orðið að vítahring þar sem aukin hlýnun veldur meiri náttúrulegri losun gróðurhúsalofttegunda sem aftur veldur meiri hlýnun.
Loftslagsmál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira