Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2025 14:21 Þetta áttu að verða fyrstu skipagöng heims. Heimamenn sáu fyrir sér að þau yrðu mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Kystverket Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. „Göngin verða svo dýr að við teljum ábyrgðarlaust að halda áfram með verkefnið,“ sagði Støre í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hann hafði gefið það til kynna í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði að þetta kynni að verða niðurstaðan eftir að fréttir bárust af því að tilboð í verkið reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Carl Court/Getty Images Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Núna er upplýst að ný kostnaðaráætlun hljóði upp á 9,4 milljarðar króna, eða sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Skipagöngunum, sem hefðu orðið þau fyrstu í heimi, var ætlað að skapa sjófarendum öruggari leið framhjá veðravítinu Stað. NRK segir að frá árinu 1990 séu göngin búin að fara í gegnum tuttugu athuganir og rýniskannanir. Norska siglingamálastofnunin ásamt nærliggjandi sveitarfélögum séu búin að verja í undirbúning um 300 milljónum norskra króna, um 3,6 milljörðum íslenskra, í þætti eins skipulagningu, hönnun og fasteigna- og lóðakaup. Gert var ráð fyrir að göngin yrðu 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket „Það blasa við okkur stór verkefni á sviði varnarmála, heilbrigðismála og sveitarfélaga. Við verðum að forgangsraða og nýta hverja krónu eins skilvirkt og mögulegt er. Þess vegna segjum við nei við þessu verkefni, sem við teljum ekki réttlæta svo mikil útgjöld,“ sagði Jonas Gahr Støre. Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
„Göngin verða svo dýr að við teljum ábyrgðarlaust að halda áfram með verkefnið,“ sagði Støre í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hann hafði gefið það til kynna í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði að þetta kynni að verða niðurstaðan eftir að fréttir bárust af því að tilboð í verkið reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Carl Court/Getty Images Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Núna er upplýst að ný kostnaðaráætlun hljóði upp á 9,4 milljarðar króna, eða sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Skipagöngunum, sem hefðu orðið þau fyrstu í heimi, var ætlað að skapa sjófarendum öruggari leið framhjá veðravítinu Stað. NRK segir að frá árinu 1990 séu göngin búin að fara í gegnum tuttugu athuganir og rýniskannanir. Norska siglingamálastofnunin ásamt nærliggjandi sveitarfélögum séu búin að verja í undirbúning um 300 milljónum norskra króna, um 3,6 milljörðum íslenskra, í þætti eins skipulagningu, hönnun og fasteigna- og lóðakaup. Gert var ráð fyrir að göngin yrðu 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket „Það blasa við okkur stór verkefni á sviði varnarmála, heilbrigðismála og sveitarfélaga. Við verðum að forgangsraða og nýta hverja krónu eins skilvirkt og mögulegt er. Þess vegna segjum við nei við þessu verkefni, sem við teljum ekki réttlæta svo mikil útgjöld,“ sagði Jonas Gahr Støre.
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46
Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30