Covington gerði sér lítið fyrir um helgina og lagði sjálfan Demian Maia í Brasilíu. Hann lét ekki þar við sitja því hann móðgaði alla Brasilíumenn í leiðinni.
Covington sagði eftir bardagann að Brasilía væri skítapleis og að fólkið í landinu væru skítug dýr. Hann þurfti lögreglufylgd út úr höllinni sem á hótelinu eftir bardagann.
„Við tökum þessi ummæli og hegðun Covington mjög alvarlega. Við erum ekki ánægðir með þetta,“ sagði David Shaw hjá UFC.
Covington baðst afsökunar á Twitter eftir öll lætin. Samt ekki því afsökunarbeiðnin er mjög kaldhæðin eins og sjá má hér að neðan.
My formal apology for #ufcsaopaulo@ufcpic.twitter.com/cwS7OTGK99
— Colby Covington (@ColbyCovMMA) October 29, 2017
Embarrassed he is in my division https://t.co/epJuPBiT01
— Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) October 29, 2017