Tekur skvísuviku öðru hverju Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 9. nóvember 2017 15:30 Toppinn keypti Ester í Goodwill í Halifax en pilsið í Kaupmannahöfn. Vísir/Ernir Það er ekki mikið um að fólk klæði sig upp á í vinnunni minni eða í skólanum en ég fer oft á tónleika og aðrar uppákomur og þá nýt ég þess að punta mig,“ segir Ester Auður Elíasdóttir, sem er í skrifstofuvinnu í ferðabransanum og í leiðsögunámi. „Ég hef líka öðru hverju tekið skvísuviku þar sem ég vanda mig sérstaklega við fata-, skó- og skartval og set svo myndir á Facebook. Ég hafði unun af því að punta mig þegar ég var yngri. Ég klæddi mig í notuð föt strax og ég varð unglingur, reif út úr fataskápum mömmu, pabba og ömmu. Svo þegar ég byrjaði að vinna mér inn peninga fór stór hluti launanna í föt og skart. Fyrir allra, allra fyrstu launin mín keypti ég sjö hringlandi armbönd í indversku búðinni Jasmin. Ég var ellefu ára,“ rifjar Ester upp og bætir við að núna tími hún ekki að eyða eins miklu í föt og áður. „Palestínsk víravirkishálsfesti frá ömmu minni sem ég held mikið upp á.“Vísir/Ernir„En leitin að vandaðri, óvenjulegri flík á góðu verði er alltaf jafn spennandi. Þegar ég fer til útlanda er ég alltaf búin að finna allar „second hand“ búðir á svæðinu áður en ég kem þangað. Svo er farið á stjá. Ég kaupi ekki nærri alltaf eitthvað en þetta er eins og að fara í veiði, stundum veiðir maður vel og stundum ekki neitt.“ Spáir þú mikið í tískustrauma? „Ég kaupi oft tískublaðið In Style og skoða hvað er í tísku. Þaðan fæ ég oft hugmyndir.“ Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? „Hann er fjölbreyttur og litríkur.“ Hvar kaupir þú helst fötin þín? „Á flóamörkuðum og í búðum sem selja notuð föt. Mest spennandi eru fínni „second hand“ búðir erlendis.“ Áttu þér uppáhaldsfataverslun? „Flóamarkað Konukots.“Pelsinn erfði Ester eftir ömmu sína. „Þegar ég fékk pelsinn voru sápustykki í vösunum á honum til að halda frá möl.“Vísir/ErnirHvaða föt eru í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er mjög erfitt að gera upp á milli, það fer alveg eftir því í hvaða skapi ég er og hvert tilefnið er. Ég er auðvitað alltaf eins og drottning í minkapelsinum sem ég erfði frá ömmu minni.“ Uppáhaldshönnuður? „Úff, nei, eiginlega ekki. Ef ég ætti nóga peninga, myndi ég sennilega kaupa fullt hjá Dolce & Gabbana.“ Notar þú fylgihluti sem eiga sér sögu? „Já, ég á heilmikið af skartgripum með sögu. Það sem ég nota mest eru tvö kóralhálsmen frá ömmu minni. Annað er úr slípuðum kóral og hitt óslípuðum og ég set þau saman. Ég er líka mjög hrifin af kokteilhring frá ömmu minni þótt ég hafi fá tækifæri til að bera hann.“„Ég er mjög hrifin af kokteilhring frá ömmu minni þótt ég hafi fá tækifæri til að bera hann.“Vísir/ErnirÁttu þér tískufyrirmynd? „Iris Apfel, Dita von Teese, Miroslava Duma, Ulyana Sergeenko, konurnar í blogginu Advanced Style.“ Bestu og verstu fatakaupin? „Með bestu kaupum sem ég hef gert er fjólublár silkikjóll frá GuST sem ég er búin að nota mörg jól í röð. Ég man ekki eftir neinum „verstu kaupum“ en það kemur þó fyrir að ég kaupi eitthvað sem ég nota svo aldrei, einhverra hluta vegna. Ég reyni yfirleitt að gefa slík föt fljótlega.“ Finnst þér gaman að klæða þig upp á? „Já, og ég hef einsett mér að gera það oftar.“ Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? „Það er nú ekki tískuflík, en nýjustu Nike-skórnir mínir eru algert æði og ég er mjög oft í þeim.“ Færðu þér nýja flík fyrir veturinn? „Nei, ekki gagngert.“ Klæðir þú þig öðruvísi á sumrin en á veturna? „Já, að sjálfsögðu. Ég er mikið berfætt á sumrin, í fallegum sandölum, léttum toppum og pilsi eða kjól.“Sláin er handsaumuð í Palestínu á sjöunda eða áttunda áratug 20. aldar.Vísir/Ernir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Það er ekki mikið um að fólk klæði sig upp á í vinnunni minni eða í skólanum en ég fer oft á tónleika og aðrar uppákomur og þá nýt ég þess að punta mig,“ segir Ester Auður Elíasdóttir, sem er í skrifstofuvinnu í ferðabransanum og í leiðsögunámi. „Ég hef líka öðru hverju tekið skvísuviku þar sem ég vanda mig sérstaklega við fata-, skó- og skartval og set svo myndir á Facebook. Ég hafði unun af því að punta mig þegar ég var yngri. Ég klæddi mig í notuð föt strax og ég varð unglingur, reif út úr fataskápum mömmu, pabba og ömmu. Svo þegar ég byrjaði að vinna mér inn peninga fór stór hluti launanna í föt og skart. Fyrir allra, allra fyrstu launin mín keypti ég sjö hringlandi armbönd í indversku búðinni Jasmin. Ég var ellefu ára,“ rifjar Ester upp og bætir við að núna tími hún ekki að eyða eins miklu í föt og áður. „Palestínsk víravirkishálsfesti frá ömmu minni sem ég held mikið upp á.“Vísir/Ernir„En leitin að vandaðri, óvenjulegri flík á góðu verði er alltaf jafn spennandi. Þegar ég fer til útlanda er ég alltaf búin að finna allar „second hand“ búðir á svæðinu áður en ég kem þangað. Svo er farið á stjá. Ég kaupi ekki nærri alltaf eitthvað en þetta er eins og að fara í veiði, stundum veiðir maður vel og stundum ekki neitt.“ Spáir þú mikið í tískustrauma? „Ég kaupi oft tískublaðið In Style og skoða hvað er í tísku. Þaðan fæ ég oft hugmyndir.“ Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? „Hann er fjölbreyttur og litríkur.“ Hvar kaupir þú helst fötin þín? „Á flóamörkuðum og í búðum sem selja notuð föt. Mest spennandi eru fínni „second hand“ búðir erlendis.“ Áttu þér uppáhaldsfataverslun? „Flóamarkað Konukots.“Pelsinn erfði Ester eftir ömmu sína. „Þegar ég fékk pelsinn voru sápustykki í vösunum á honum til að halda frá möl.“Vísir/ErnirHvaða föt eru í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er mjög erfitt að gera upp á milli, það fer alveg eftir því í hvaða skapi ég er og hvert tilefnið er. Ég er auðvitað alltaf eins og drottning í minkapelsinum sem ég erfði frá ömmu minni.“ Uppáhaldshönnuður? „Úff, nei, eiginlega ekki. Ef ég ætti nóga peninga, myndi ég sennilega kaupa fullt hjá Dolce & Gabbana.“ Notar þú fylgihluti sem eiga sér sögu? „Já, ég á heilmikið af skartgripum með sögu. Það sem ég nota mest eru tvö kóralhálsmen frá ömmu minni. Annað er úr slípuðum kóral og hitt óslípuðum og ég set þau saman. Ég er líka mjög hrifin af kokteilhring frá ömmu minni þótt ég hafi fá tækifæri til að bera hann.“„Ég er mjög hrifin af kokteilhring frá ömmu minni þótt ég hafi fá tækifæri til að bera hann.“Vísir/ErnirÁttu þér tískufyrirmynd? „Iris Apfel, Dita von Teese, Miroslava Duma, Ulyana Sergeenko, konurnar í blogginu Advanced Style.“ Bestu og verstu fatakaupin? „Með bestu kaupum sem ég hef gert er fjólublár silkikjóll frá GuST sem ég er búin að nota mörg jól í röð. Ég man ekki eftir neinum „verstu kaupum“ en það kemur þó fyrir að ég kaupi eitthvað sem ég nota svo aldrei, einhverra hluta vegna. Ég reyni yfirleitt að gefa slík föt fljótlega.“ Finnst þér gaman að klæða þig upp á? „Já, og ég hef einsett mér að gera það oftar.“ Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? „Það er nú ekki tískuflík, en nýjustu Nike-skórnir mínir eru algert æði og ég er mjög oft í þeim.“ Færðu þér nýja flík fyrir veturinn? „Nei, ekki gagngert.“ Klæðir þú þig öðruvísi á sumrin en á veturna? „Já, að sjálfsögðu. Ég er mikið berfætt á sumrin, í fallegum sandölum, léttum toppum og pilsi eða kjól.“Sláin er handsaumuð í Palestínu á sjöunda eða áttunda áratug 20. aldar.Vísir/Ernir
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira