Gervihnattamyndir gefa til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. nóvember 2017 20:00 Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum. Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs, til að fá það staðfest. Rafleiðni í ánni er há en hefur verið stöðug og rennsli hefur ekki verið að aukast. Vísindamenn frá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands báru saman gervihnattamyndir sem annars vegar voru teknar á svæðinu 27. október síðastliðinn og svo í gær. Á þessum myndum sjást lítilsháttar breytingar á vestanverðum Kverkfjöllum. „Auðvitað veldur þetta ákveðnum heilabrotum þar sem við erum líka með Bárðarbungu á þessu sama svæði og hún skilar líka sínu vatni þarna niður eftir. Öll svona aukin rafleiðni hún gefur til kynna að það er að aukast jarðhitavatn og það er ákveðin vísbending um það að það tengist eldvirkninni,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Hann segir að gervihnattarmyndirnar gefi til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum. Það sé þó algengt að það komi lítil hlaup úr þessu svæði í Kverkfjöllum. Aðspurður hvort tengsl séu á milli þessar rafleiðni og jarðskjálftans við Kópasker í morgun svarar Ármann: „Nei, kannski ekki bein tengsl en Ísland er náttúrulega svona eitt risa eldfjall þannig að allt tengist þetta á einhvern hátt. Það eru samt ekki bein tengsl á milli skjálftans á Kópaskeri eins og þessara eldfjalla sem eru þarna uppfrá.“ Veðurstofan, Almannavarnir , Jarðvísindastofnun og fleiri fylgjast grannt með framvindu mála á svæðinu. Um leið og veður leyfir verður flogið yfir og verður reynt að safna sýnum úr þeim jökulsprænum sem koma undan jöklinum. Frekari frétta er því hugsanlega að vænta á morgun. „Til að ganga úr skugga um að þetta vatn sé að koma úr Kverkfjöllum en ekki einhvers staðar annars staðar frá.“ Tengdar fréttir Rafleiðni sveiflaðist upp og niður í nótt Veðurstofan telur að hærri rafleiðni við upptök Jökulsár á Fjöllum kunni að stafa af truflunum af krapa eða aur. 8. nóvember 2017 08:26 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum. Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs, til að fá það staðfest. Rafleiðni í ánni er há en hefur verið stöðug og rennsli hefur ekki verið að aukast. Vísindamenn frá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands báru saman gervihnattamyndir sem annars vegar voru teknar á svæðinu 27. október síðastliðinn og svo í gær. Á þessum myndum sjást lítilsháttar breytingar á vestanverðum Kverkfjöllum. „Auðvitað veldur þetta ákveðnum heilabrotum þar sem við erum líka með Bárðarbungu á þessu sama svæði og hún skilar líka sínu vatni þarna niður eftir. Öll svona aukin rafleiðni hún gefur til kynna að það er að aukast jarðhitavatn og það er ákveðin vísbending um það að það tengist eldvirkninni,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Hann segir að gervihnattarmyndirnar gefi til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum. Það sé þó algengt að það komi lítil hlaup úr þessu svæði í Kverkfjöllum. Aðspurður hvort tengsl séu á milli þessar rafleiðni og jarðskjálftans við Kópasker í morgun svarar Ármann: „Nei, kannski ekki bein tengsl en Ísland er náttúrulega svona eitt risa eldfjall þannig að allt tengist þetta á einhvern hátt. Það eru samt ekki bein tengsl á milli skjálftans á Kópaskeri eins og þessara eldfjalla sem eru þarna uppfrá.“ Veðurstofan, Almannavarnir , Jarðvísindastofnun og fleiri fylgjast grannt með framvindu mála á svæðinu. Um leið og veður leyfir verður flogið yfir og verður reynt að safna sýnum úr þeim jökulsprænum sem koma undan jöklinum. Frekari frétta er því hugsanlega að vænta á morgun. „Til að ganga úr skugga um að þetta vatn sé að koma úr Kverkfjöllum en ekki einhvers staðar annars staðar frá.“
Tengdar fréttir Rafleiðni sveiflaðist upp og niður í nótt Veðurstofan telur að hærri rafleiðni við upptök Jökulsár á Fjöllum kunni að stafa af truflunum af krapa eða aur. 8. nóvember 2017 08:26 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Rafleiðni sveiflaðist upp og niður í nótt Veðurstofan telur að hærri rafleiðni við upptök Jökulsár á Fjöllum kunni að stafa af truflunum af krapa eða aur. 8. nóvember 2017 08:26
Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31