Sport

Conor: Diaz er eini maðurinn sem hefur meitt mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor í bardaga gegn Diaz.
Conor í bardaga gegn Diaz. vísir/getty
Conor McGregor er ekki að íhuga að hætta í MMA ungur að árum þó svo hann sé orðinn vellauðugur. Conor segist vera lítið skaddaður þó svo hann sé búinn að klifra upp á toppinn.

„Ég er 29 ára gamall og hef klifrað frekar auðveldlega upp á toppinn. Ég hef þó lagt mjög mikið á mig. Ég hef lagt á mig ævintýralega vinnu í aðdraganda bardaga minna. Miðað við marga aðra í þessari íþrótt er ég lítið skaddaður,“ sagði Conor.

„Ég hef aldrei verið kýldur niður. Ég hef verið reikur á fótunum. Í bardaganum gegn Mayweather var ég bara þreyttur. Ég sá ekki stjörnur einu sinni. Það var aðeins í fyrri bardaganum gegn Nate Diaz sem ég var vankaður. Það er eina þunga höggið sem ég hef fengið á ferlinum. Ég er ungur miðað við skaða og ég sé því enga ástæðu til annars en að halda áfram.“

Ekki er enn ákveðið hvað Conor gerir næst. Hvort hann fer og ver titil sinn hjá UFC eða heldur áfram að boxa.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×