Mitsubishi ætlar að auka framleiðsluna um 40% Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 14:45 Mitsubishi Outlander PHEV tengiltvinnbíllinn. Mitsubishi hefur nýverið kynnt áform sín um 40% aukna framleiðslu á næstu 3 árum og ætlar fyrirtækið fara úr framleiðslu 926.000 bíla í fyrra í 1,3 milljón bíla árið 2020. Renault-Nissan á nú 34% ráðandi hlut í Mitsubishi og þar á bæ eru greinilega mikil áform um stórsókn Mitsubishi merkisins. Í því augnamiði verður sett mikið fjármagn í þróun bíla fyrir Mitsubishi. Meiningin er að auka fjárveitingar til þróunar um 50% og verja til þess 125 milljörðum króna. Mitsubishi ætlar að sækja að mun meiri þrótti á bílamarkaði í Kína, Bandaríkjunum og Suðaustur Asíu. Mitsubishi ætlar að kynna til sögunnar 11 nýja bíla á næstu þremur árum og þar á meðal verður Mitsubishi Eclipse Cross jepplingur sem ætlaður er einnig á Evrópumarkað. Áhersla verður á framleiðslu fjórhjóladrifinna bíla og ekki síður verður áherslan á bíla með tengiltvinndrifrás. Í nýrri sóknaráætlun Mitsubishi er markmiðið að ná 10% markaðshlutdeild í Suðaustur Asíu, en þar er Mitsubishi sterkt fyrir. Ennfremur er stefnt að 30% vextí í Bandaríkjunum og að selja þar 130.000 bíla á ári. Í Kína eru áformin ennþá metnaðarfyllri og er þar stefnt á tvöföldun í sölu og að selja þar árlega 220.000 bíla. Árið 2020 er stefnan að Mitsubishi selji einnig 220.000 bíla í Evrópu. Mitsubishi stefnir á að ná hagnaði af sölu upp í 6%, eða 0,3% meira en á síðasta ári. Á það meðal annars að nást með sameiginlegri notkun íhluta með Renault og Nissan bílum og stærðarhagkvæmni þessa stærsta bílarisa heims. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent
Mitsubishi hefur nýverið kynnt áform sín um 40% aukna framleiðslu á næstu 3 árum og ætlar fyrirtækið fara úr framleiðslu 926.000 bíla í fyrra í 1,3 milljón bíla árið 2020. Renault-Nissan á nú 34% ráðandi hlut í Mitsubishi og þar á bæ eru greinilega mikil áform um stórsókn Mitsubishi merkisins. Í því augnamiði verður sett mikið fjármagn í þróun bíla fyrir Mitsubishi. Meiningin er að auka fjárveitingar til þróunar um 50% og verja til þess 125 milljörðum króna. Mitsubishi ætlar að sækja að mun meiri þrótti á bílamarkaði í Kína, Bandaríkjunum og Suðaustur Asíu. Mitsubishi ætlar að kynna til sögunnar 11 nýja bíla á næstu þremur árum og þar á meðal verður Mitsubishi Eclipse Cross jepplingur sem ætlaður er einnig á Evrópumarkað. Áhersla verður á framleiðslu fjórhjóladrifinna bíla og ekki síður verður áherslan á bíla með tengiltvinndrifrás. Í nýrri sóknaráætlun Mitsubishi er markmiðið að ná 10% markaðshlutdeild í Suðaustur Asíu, en þar er Mitsubishi sterkt fyrir. Ennfremur er stefnt að 30% vextí í Bandaríkjunum og að selja þar 130.000 bíla á ári. Í Kína eru áformin ennþá metnaðarfyllri og er þar stefnt á tvöföldun í sölu og að selja þar árlega 220.000 bíla. Árið 2020 er stefnan að Mitsubishi selji einnig 220.000 bíla í Evrópu. Mitsubishi stefnir á að ná hagnaði af sölu upp í 6%, eða 0,3% meira en á síðasta ári. Á það meðal annars að nást með sameiginlegri notkun íhluta með Renault og Nissan bílum og stærðarhagkvæmni þessa stærsta bílarisa heims.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent