Hafa ekki undan að framleiða Opel Ampera-e Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 10:45 Opel Ampera-e rafmagnsbíllinn. Rafmagnsbíllinn Opel Ampera-e, sem ber einnig nafnið Chevrolet Bolt EV í Bandaríkjunum, er svo vinsæll að framleiðsla hans dugar engan veginn þeirra gríðareftirspurn sem eftir honum er. Sem dæmi um vinsældir hans skrifuðu 4.000 Norðmenn sig fyrir eintaki af bílnum fyrsta daginn sem opnað var fyrir pantanir í hann þarlendis. Ekki hefur tekist að afhenda nema innan við 1.000 Opel Ampera-e fram til þessa og biðlistinn því langur enn. Svo mikil er eftirspurnin að Opel og Chevrolet hafa beðið söluaðila að taka ekki niður fleiri pantanir í bílinn á næstunni. Að sögn forsvarsmanna Opel mega þeir sem síðastir hafa pantað bílinn vænta þess að fá hann ekki afgreiddan fyrr en snemma á árinu 2019. Opel Ampera-e er rafmagnsbíll með 383 km drægni. Verð Opel Ampera-e er 34.950 evrur í Evrópu, eða tæplega 4,4 milljónir króna. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Rafmagnsbíllinn Opel Ampera-e, sem ber einnig nafnið Chevrolet Bolt EV í Bandaríkjunum, er svo vinsæll að framleiðsla hans dugar engan veginn þeirra gríðareftirspurn sem eftir honum er. Sem dæmi um vinsældir hans skrifuðu 4.000 Norðmenn sig fyrir eintaki af bílnum fyrsta daginn sem opnað var fyrir pantanir í hann þarlendis. Ekki hefur tekist að afhenda nema innan við 1.000 Opel Ampera-e fram til þessa og biðlistinn því langur enn. Svo mikil er eftirspurnin að Opel og Chevrolet hafa beðið söluaðila að taka ekki niður fleiri pantanir í bílinn á næstunni. Að sögn forsvarsmanna Opel mega þeir sem síðastir hafa pantað bílinn vænta þess að fá hann ekki afgreiddan fyrr en snemma á árinu 2019. Opel Ampera-e er rafmagnsbíll með 383 km drægni. Verð Opel Ampera-e er 34.950 evrur í Evrópu, eða tæplega 4,4 milljónir króna.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent