Hvað er eiginlega að? Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Það er búið að kjósa. Við kusum vegna þess að upp kom alvarleg krafa um breytingar. Krafa um tafarlaust lát á einhverju ástandi og jafnvel krafa um eitthvað alveg nýtt. En svo liðu sex vikur og á þessum sex vikum virðast þessar kröfur hafa seytlað út um heilann á þjóðinni. Kynjahalli á þingi hefur ekki verið meiri í tíu ár. Við kusum konur burt í hrönnum. Nei, takk! Sama og þegið, kellingar, farið með ykkar málefni eitthvert annað, glumdi í þjóðarsálinni þegar atkvæði voru talin á kosninganótt. Við völdum okkur karla í staðinn. Fleiri karla. Og ekki bara fleiri karla, heldur sömu karlana. Og það virðist ekki skipta okkur máli þótt þeir séu kannski rasistar eða beri ekki sérstaklega mikla virðingu fyrir konum. Velkomnir og velkomnir aftur! Meðalaldur þingmanna hækkaði um sex ár. Við settum hagsmunagæsluna í hendur aldinna og íhaldssamra. Miðaldra karlar hafa enn einu sinni betur gegn ungum konum. Af hverju gleymum við? Af hverju fögnum við þegar óvænt er boðað til kosninga en kjósum svo nákvæmlega það sama yfir okkur, aftur og aftur og aftur? Af hverju brýtur fólkið, sem náði vissulega meirihluta á þingi og talar hæst allra fyrir mótvægi við ríkjandi vængnum, ekki odd af oflæti sínu og myndar bara stjórn? Af hverju er aldrei hægt að knýja fram breytingar? Af hverju blikkum við augunum og sömu, gömlu karlarnir halda enn og aftur á lyklunum og þeir hjakkast á skránni og dyrnar galopnast og þeim eru allir vegir færir? Hvað er eiginlega að? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun
Það er búið að kjósa. Við kusum vegna þess að upp kom alvarleg krafa um breytingar. Krafa um tafarlaust lát á einhverju ástandi og jafnvel krafa um eitthvað alveg nýtt. En svo liðu sex vikur og á þessum sex vikum virðast þessar kröfur hafa seytlað út um heilann á þjóðinni. Kynjahalli á þingi hefur ekki verið meiri í tíu ár. Við kusum konur burt í hrönnum. Nei, takk! Sama og þegið, kellingar, farið með ykkar málefni eitthvert annað, glumdi í þjóðarsálinni þegar atkvæði voru talin á kosninganótt. Við völdum okkur karla í staðinn. Fleiri karla. Og ekki bara fleiri karla, heldur sömu karlana. Og það virðist ekki skipta okkur máli þótt þeir séu kannski rasistar eða beri ekki sérstaklega mikla virðingu fyrir konum. Velkomnir og velkomnir aftur! Meðalaldur þingmanna hækkaði um sex ár. Við settum hagsmunagæsluna í hendur aldinna og íhaldssamra. Miðaldra karlar hafa enn einu sinni betur gegn ungum konum. Af hverju gleymum við? Af hverju fögnum við þegar óvænt er boðað til kosninga en kjósum svo nákvæmlega það sama yfir okkur, aftur og aftur og aftur? Af hverju brýtur fólkið, sem náði vissulega meirihluta á þingi og talar hæst allra fyrir mótvægi við ríkjandi vængnum, ekki odd af oflæti sínu og myndar bara stjórn? Af hverju er aldrei hægt að knýja fram breytingar? Af hverju blikkum við augunum og sömu, gömlu karlarnir halda enn og aftur á lyklunum og þeir hjakkast á skránni og dyrnar galopnast og þeim eru allir vegir færir? Hvað er eiginlega að?