Sjónarvottar segja Kelley hafa miðað sérstaklega á lítil börn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 21:29 Árásin varð 26 manns að bana. Vísir/AFP Sjónarvottar skotárásarinnar sem framin var í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas á sunnudag segja að árásarmaðurinn hafi lagt sig sérstaklega fram um að miða skotvopni sínu á börn. New York Times greinir frá þessu. Ódæðismaðurinn, Devin P. Kelley varð 26 manns að bana er hann réðist inn í kirkju meðan á messuhaldi stóð og hóf skothríð. Þá segja sjónarvottar jafnframt að Kelley hafi bölvað og hrópað blótsyrði að fórnarlömbum sínum og æpt á þau að þau myndu deyja. „Skrímslið hélt á tveimur byssum og miðaði sérstakeglega á litlu börnin,“ sagði Joaquín Ramírez, einn þeirra sem lifði skotárásina af. „Ég stóð við hliðina á dóttur prestsins þegar árásarmaðurinn drap hana. Ég veit ekki hvernig hann komst yfir vopn af þessu tagi og ég skil ekki hvernig hann gat búið yfir svona mikilli illsku,“ sagði Ramírez. Árásarmaðurinn tók eigið líf í kjölfar árásarinnar en honum hafði verið veitt eftirför af vopnuðum óbreyttum borgara. Kelley er sagður hafa hneigst til ofbeldis en hann var til að mynda rekinn með vansæmd úr hernum vegna ásakana um heimilisofbeldi gagnvart stjúpsyni sýnum og þáverandi eiginkonu. Að sögn vina hans hafði ofbeldisfull hegðun hans ágerst undanfarin ár. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá kom [þessi atburður] mér ekki sérstaklega á óvart og ég tel að þetta hafi ekki komið neinum sem þekkti hann á óvart,“ sagði einn vina Kelleys í samtali við New York Times. Um það bil helmingur fórnarlamba árásarinnar á sunnudag var á barnsaldri. Þá var barnshafandi kona einnig á meðal hinna látnu. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Hafði áður ráðist á konu sína og barn Alls fórust 26 í skotárás í Texas. Morðinginn hafði þjónað í flughernum en verið rekinn fyrir líkamsárásir. Tveir menn eltu hann uppi og eru hylltir sem hetjur. 7. nóvember 2017 06:00 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Sjónarvottar skotárásarinnar sem framin var í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas á sunnudag segja að árásarmaðurinn hafi lagt sig sérstaklega fram um að miða skotvopni sínu á börn. New York Times greinir frá þessu. Ódæðismaðurinn, Devin P. Kelley varð 26 manns að bana er hann réðist inn í kirkju meðan á messuhaldi stóð og hóf skothríð. Þá segja sjónarvottar jafnframt að Kelley hafi bölvað og hrópað blótsyrði að fórnarlömbum sínum og æpt á þau að þau myndu deyja. „Skrímslið hélt á tveimur byssum og miðaði sérstakeglega á litlu börnin,“ sagði Joaquín Ramírez, einn þeirra sem lifði skotárásina af. „Ég stóð við hliðina á dóttur prestsins þegar árásarmaðurinn drap hana. Ég veit ekki hvernig hann komst yfir vopn af þessu tagi og ég skil ekki hvernig hann gat búið yfir svona mikilli illsku,“ sagði Ramírez. Árásarmaðurinn tók eigið líf í kjölfar árásarinnar en honum hafði verið veitt eftirför af vopnuðum óbreyttum borgara. Kelley er sagður hafa hneigst til ofbeldis en hann var til að mynda rekinn með vansæmd úr hernum vegna ásakana um heimilisofbeldi gagnvart stjúpsyni sýnum og þáverandi eiginkonu. Að sögn vina hans hafði ofbeldisfull hegðun hans ágerst undanfarin ár. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá kom [þessi atburður] mér ekki sérstaklega á óvart og ég tel að þetta hafi ekki komið neinum sem þekkti hann á óvart,“ sagði einn vina Kelleys í samtali við New York Times. Um það bil helmingur fórnarlamba árásarinnar á sunnudag var á barnsaldri. Þá var barnshafandi kona einnig á meðal hinna látnu.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Hafði áður ráðist á konu sína og barn Alls fórust 26 í skotárás í Texas. Morðinginn hafði þjónað í flughernum en verið rekinn fyrir líkamsárásir. Tveir menn eltu hann uppi og eru hylltir sem hetjur. 7. nóvember 2017 06:00 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Hafði áður ráðist á konu sína og barn Alls fórust 26 í skotárás í Texas. Morðinginn hafði þjónað í flughernum en verið rekinn fyrir líkamsárásir. Tveir menn eltu hann uppi og eru hylltir sem hetjur. 7. nóvember 2017 06:00
Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30
Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41