Bót og betrun Magnús Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Síðastliðinn fimmtudag dæmdi Héraðsdómur Norðurlands-eystra mann í tveggja mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og til þess að greiða henni 300 þúsund krónur í skaðabætur. Verknaðurinn fól í sér hnefahögg og skalla í andlit konunnar, að halda henni upp að vegg með framhandlegg að hálsi og hrinda henni svo hún skall með ennið í gólfið. Konan hlaut bólgur og mar um allt andlit í kjölfar árásanna. Ofbeldisfullur brotaferill mannsins leiðir til þyngri refsingar en til lækkunar að árásirnar hafi átt sér stað í áflogum. Satt best að segja virðist manni nú að þetta sé ekki þung refsing fyrir slíka glæpi og því erfitt að verjast þeirri ömurlegu hugsun að það sé ódýrt að berja konur til óbóta á Íslandi. Til samanburðar má líta til þess að í haust var karlmaður dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir tvær misheppnaðar tilraunir til þess að ræna úr sama bílskúrnum í Reykjavík. Eflaust hefur brotaferill hér líka sitt að segja en í báðum tilfellum voru síbrotamenn að verki. Síbrotamenn með ávana- og fíkniefnabrot á bakinu segir okkur ákveðna sögu. Það segir okkur að þeir hafa báðir ítrekað komið við sögu íslenska réttarkerfisins og að í hvorugu tilfelli hefur það leitt til betrunar. Viðkomandi einstaklingar glíma enn við sinn vanda, af hvaða rót sem hann er runninn, og afleiðingarnar láta ekki á sér standa og þetta eru engin einsdæmi. Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð hafa vart undan að taka við þolendum ofbeldis að ógleymdum öllum þeim þolendum sem lifa og þjást í þögn. Þetta gengur ekki lengur. Hversu margir þeirra sem beita konur ofbeldi ólust upp við slíkt? Hversu margir þeirra eru háðir ávana- og fíkniefnum? Hversu margir þeirra hafa komist í kast við lögin og jafnvel setið í fangelsi? Hverju hefur slík vist breytt fyrir viðkomandi ofbeldismenn og væntanlega þolendur þeirra? Hversu margar konur eru fórnarlömb síbrotamanna? Auðvitað eigum við ekki að fría þessa einstaklinga ábyrgð af sínum ofbeldisfullu gjörðum eða öðrum glæpum. En við hljótum að þurfa að horfast í augu við einföld sannindi eins og að tveggja mánaða fangelsisdómur og 300 þúsund króna skaðabætur eru ólíkleg til þess að snúa viðkomandi geranda til betri vegar við núverandi aðstæður. Horfast í augu við að það er allt of mikið álag á fangelsiskerfinu eins og það er í dag og að það er ekki að skila tilætluðum árangri. Því til dapurlegrar staðfestingar eru fjöldi og afköst síbrotamanna. Það eru engar töfralausnir og það er engum einum um að kenna, hvorki innan kerfisins né utan. Það breytir því þó ekki að allir sem koma að þessum málaflokki þurfa að setjast niður og leita úrbóta fremur en að verja gallað kerfi. Leita leiða til þess að rjúfa vítahring fíknar og ofbeldis sem er rót svo margra ofbeldisverka. Færri síbrotamenn og þeim mun færri þolendur ofbeldis hlýtur að vera markmiðið. Markmið sem getur skilað bæði viðkomandi einstaklingum og samfélaginu öllu ómældri bót og betrun á komandi árum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun
Síðastliðinn fimmtudag dæmdi Héraðsdómur Norðurlands-eystra mann í tveggja mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og til þess að greiða henni 300 þúsund krónur í skaðabætur. Verknaðurinn fól í sér hnefahögg og skalla í andlit konunnar, að halda henni upp að vegg með framhandlegg að hálsi og hrinda henni svo hún skall með ennið í gólfið. Konan hlaut bólgur og mar um allt andlit í kjölfar árásanna. Ofbeldisfullur brotaferill mannsins leiðir til þyngri refsingar en til lækkunar að árásirnar hafi átt sér stað í áflogum. Satt best að segja virðist manni nú að þetta sé ekki þung refsing fyrir slíka glæpi og því erfitt að verjast þeirri ömurlegu hugsun að það sé ódýrt að berja konur til óbóta á Íslandi. Til samanburðar má líta til þess að í haust var karlmaður dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir tvær misheppnaðar tilraunir til þess að ræna úr sama bílskúrnum í Reykjavík. Eflaust hefur brotaferill hér líka sitt að segja en í báðum tilfellum voru síbrotamenn að verki. Síbrotamenn með ávana- og fíkniefnabrot á bakinu segir okkur ákveðna sögu. Það segir okkur að þeir hafa báðir ítrekað komið við sögu íslenska réttarkerfisins og að í hvorugu tilfelli hefur það leitt til betrunar. Viðkomandi einstaklingar glíma enn við sinn vanda, af hvaða rót sem hann er runninn, og afleiðingarnar láta ekki á sér standa og þetta eru engin einsdæmi. Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð hafa vart undan að taka við þolendum ofbeldis að ógleymdum öllum þeim þolendum sem lifa og þjást í þögn. Þetta gengur ekki lengur. Hversu margir þeirra sem beita konur ofbeldi ólust upp við slíkt? Hversu margir þeirra eru háðir ávana- og fíkniefnum? Hversu margir þeirra hafa komist í kast við lögin og jafnvel setið í fangelsi? Hverju hefur slík vist breytt fyrir viðkomandi ofbeldismenn og væntanlega þolendur þeirra? Hversu margar konur eru fórnarlömb síbrotamanna? Auðvitað eigum við ekki að fría þessa einstaklinga ábyrgð af sínum ofbeldisfullu gjörðum eða öðrum glæpum. En við hljótum að þurfa að horfast í augu við einföld sannindi eins og að tveggja mánaða fangelsisdómur og 300 þúsund króna skaðabætur eru ólíkleg til þess að snúa viðkomandi geranda til betri vegar við núverandi aðstæður. Horfast í augu við að það er allt of mikið álag á fangelsiskerfinu eins og það er í dag og að það er ekki að skila tilætluðum árangri. Því til dapurlegrar staðfestingar eru fjöldi og afköst síbrotamanna. Það eru engar töfralausnir og það er engum einum um að kenna, hvorki innan kerfisins né utan. Það breytir því þó ekki að allir sem koma að þessum málaflokki þurfa að setjast niður og leita úrbóta fremur en að verja gallað kerfi. Leita leiða til þess að rjúfa vítahring fíknar og ofbeldis sem er rót svo margra ofbeldisverka. Færri síbrotamenn og þeim mun færri þolendur ofbeldis hlýtur að vera markmiðið. Markmið sem getur skilað bæði viðkomandi einstaklingum og samfélaginu öllu ómældri bót og betrun á komandi árum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun