Borgin gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2017 15:39 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. Mynd: Reykjavíkurborg Árið 2018 er áætluð rekstrarniðurstaða borgarsjóðs Reykjavíkur jákvæð um 3,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 sem var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2018 – 2022. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um þessa áætlun kemur fram að jafnvægi sé í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hluta.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/Anton BrinkGera ráð fyrir sókn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. „Í fyrsta lagi erum við að sækja verulega fram í skólamálum og velferðarmálum. Í öðru lagi þá ráðumst við í fjárfestingar fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi höldum við áfram sókn okkar í húsnæðismálum en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Við þetta má bæta að við erum um leið að lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um 10% eða úr 0,2% í 0,18% ásamt sérstökum afsláttum fyrir aldraða og öryrkja,” er haft eftir Degi í tilkynningunni. Uppbygging innviða er sögð styðja við íbúðauppbyggingu með gerð gatna, torga, almenningssvæða og hjólastíga en einnig annarra samfélagslegra innviða. Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús á næstu árum. Félagsbústaðir ráðgera umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til Borgarlínu, alls 4,7 milljörðum á næstu fimm árum. Rekstrarniðurstaða fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2018 er áætluð um 17,2 milljarðar. Góður afgangur er einkum rakin til A-hluta, Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. vegna matsbreytinga fjárfestingaeigna félagsins. Þá er gert ráð fyrir batnandi afkomu á áætlunartímabilinu 2018- 2022.Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.VísirSegir áhyggjuefni að borgin nái ekki meiri árangri Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í orðsendingu til fjölmiðla vegna málsins að mikil tekjuaukning hafi orðið hjá sveitarfélögum, nema hjá þeim sem eru tengdust sjávarútvegi, og Reykjavíkurborg fari ekki varahluta af þeirri tekjuþróun. Hann bendir á að skuldi og skuldbindingar A-hluta fari úr 83,7 milljörðum króna árið 2016 í 107,6 milljarða króna. Segir hann að ef áætlanir standist muni skuldirnar hækka um 28,6 prósent frá árinu 2016 til ársins 2018. Halldór segir það vera áhyggjuefni að nú þegar hagsveiflan í samfélaginu sé að nálgast toppinn þá sé Reykjavíkurborg ekki að ná betri árangri en 9,4 prósentum í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu eru að að meðaltali í 12 prósenta veltufé frá rekstri, skuldir hækki um átta milljarða á milli áranna 2017 og 2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Árið 2018 er áætluð rekstrarniðurstaða borgarsjóðs Reykjavíkur jákvæð um 3,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 sem var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2018 – 2022. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um þessa áætlun kemur fram að jafnvægi sé í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hluta.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/Anton BrinkGera ráð fyrir sókn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. „Í fyrsta lagi erum við að sækja verulega fram í skólamálum og velferðarmálum. Í öðru lagi þá ráðumst við í fjárfestingar fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi höldum við áfram sókn okkar í húsnæðismálum en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Við þetta má bæta að við erum um leið að lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um 10% eða úr 0,2% í 0,18% ásamt sérstökum afsláttum fyrir aldraða og öryrkja,” er haft eftir Degi í tilkynningunni. Uppbygging innviða er sögð styðja við íbúðauppbyggingu með gerð gatna, torga, almenningssvæða og hjólastíga en einnig annarra samfélagslegra innviða. Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús á næstu árum. Félagsbústaðir ráðgera umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til Borgarlínu, alls 4,7 milljörðum á næstu fimm árum. Rekstrarniðurstaða fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2018 er áætluð um 17,2 milljarðar. Góður afgangur er einkum rakin til A-hluta, Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. vegna matsbreytinga fjárfestingaeigna félagsins. Þá er gert ráð fyrir batnandi afkomu á áætlunartímabilinu 2018- 2022.Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.VísirSegir áhyggjuefni að borgin nái ekki meiri árangri Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í orðsendingu til fjölmiðla vegna málsins að mikil tekjuaukning hafi orðið hjá sveitarfélögum, nema hjá þeim sem eru tengdust sjávarútvegi, og Reykjavíkurborg fari ekki varahluta af þeirri tekjuþróun. Hann bendir á að skuldi og skuldbindingar A-hluta fari úr 83,7 milljörðum króna árið 2016 í 107,6 milljarða króna. Segir hann að ef áætlanir standist muni skuldirnar hækka um 28,6 prósent frá árinu 2016 til ársins 2018. Halldór segir það vera áhyggjuefni að nú þegar hagsveiflan í samfélaginu sé að nálgast toppinn þá sé Reykjavíkurborg ekki að ná betri árangri en 9,4 prósentum í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu eru að að meðaltali í 12 prósenta veltufé frá rekstri, skuldir hækki um átta milljarða á milli áranna 2017 og 2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira