Borgin gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2017 15:39 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. Mynd: Reykjavíkurborg Árið 2018 er áætluð rekstrarniðurstaða borgarsjóðs Reykjavíkur jákvæð um 3,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 sem var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2018 – 2022. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um þessa áætlun kemur fram að jafnvægi sé í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hluta.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/Anton BrinkGera ráð fyrir sókn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. „Í fyrsta lagi erum við að sækja verulega fram í skólamálum og velferðarmálum. Í öðru lagi þá ráðumst við í fjárfestingar fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi höldum við áfram sókn okkar í húsnæðismálum en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Við þetta má bæta að við erum um leið að lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um 10% eða úr 0,2% í 0,18% ásamt sérstökum afsláttum fyrir aldraða og öryrkja,” er haft eftir Degi í tilkynningunni. Uppbygging innviða er sögð styðja við íbúðauppbyggingu með gerð gatna, torga, almenningssvæða og hjólastíga en einnig annarra samfélagslegra innviða. Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús á næstu árum. Félagsbústaðir ráðgera umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til Borgarlínu, alls 4,7 milljörðum á næstu fimm árum. Rekstrarniðurstaða fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2018 er áætluð um 17,2 milljarðar. Góður afgangur er einkum rakin til A-hluta, Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. vegna matsbreytinga fjárfestingaeigna félagsins. Þá er gert ráð fyrir batnandi afkomu á áætlunartímabilinu 2018- 2022.Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.VísirSegir áhyggjuefni að borgin nái ekki meiri árangri Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í orðsendingu til fjölmiðla vegna málsins að mikil tekjuaukning hafi orðið hjá sveitarfélögum, nema hjá þeim sem eru tengdust sjávarútvegi, og Reykjavíkurborg fari ekki varahluta af þeirri tekjuþróun. Hann bendir á að skuldi og skuldbindingar A-hluta fari úr 83,7 milljörðum króna árið 2016 í 107,6 milljarða króna. Segir hann að ef áætlanir standist muni skuldirnar hækka um 28,6 prósent frá árinu 2016 til ársins 2018. Halldór segir það vera áhyggjuefni að nú þegar hagsveiflan í samfélaginu sé að nálgast toppinn þá sé Reykjavíkurborg ekki að ná betri árangri en 9,4 prósentum í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu eru að að meðaltali í 12 prósenta veltufé frá rekstri, skuldir hækki um átta milljarða á milli áranna 2017 og 2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Árið 2018 er áætluð rekstrarniðurstaða borgarsjóðs Reykjavíkur jákvæð um 3,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 sem var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2018 – 2022. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um þessa áætlun kemur fram að jafnvægi sé í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hluta.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/Anton BrinkGera ráð fyrir sókn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningunni áætlunina gera ráð fyrir sókn á öllum sviðum en einkum sé það þrennt sem einkenni áætlunina fyrir árið 2018. „Í fyrsta lagi erum við að sækja verulega fram í skólamálum og velferðarmálum. Í öðru lagi þá ráðumst við í fjárfestingar fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi höldum við áfram sókn okkar í húsnæðismálum en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Við þetta má bæta að við erum um leið að lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um 10% eða úr 0,2% í 0,18% ásamt sérstökum afsláttum fyrir aldraða og öryrkja,” er haft eftir Degi í tilkynningunni. Uppbygging innviða er sögð styðja við íbúðauppbyggingu með gerð gatna, torga, almenningssvæða og hjólastíga en einnig annarra samfélagslegra innviða. Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús á næstu árum. Félagsbústaðir ráðgera umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til Borgarlínu, alls 4,7 milljörðum á næstu fimm árum. Rekstrarniðurstaða fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2018 er áætluð um 17,2 milljarðar. Góður afgangur er einkum rakin til A-hluta, Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. vegna matsbreytinga fjárfestingaeigna félagsins. Þá er gert ráð fyrir batnandi afkomu á áætlunartímabilinu 2018- 2022.Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.VísirSegir áhyggjuefni að borgin nái ekki meiri árangri Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í orðsendingu til fjölmiðla vegna málsins að mikil tekjuaukning hafi orðið hjá sveitarfélögum, nema hjá þeim sem eru tengdust sjávarútvegi, og Reykjavíkurborg fari ekki varahluta af þeirri tekjuþróun. Hann bendir á að skuldi og skuldbindingar A-hluta fari úr 83,7 milljörðum króna árið 2016 í 107,6 milljarða króna. Segir hann að ef áætlanir standist muni skuldirnar hækka um 28,6 prósent frá árinu 2016 til ársins 2018. Halldór segir það vera áhyggjuefni að nú þegar hagsveiflan í samfélaginu sé að nálgast toppinn þá sé Reykjavíkurborg ekki að ná betri árangri en 9,4 prósentum í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu eru að að meðaltali í 12 prósenta veltufé frá rekstri, skuldir hækki um átta milljarða á milli áranna 2017 og 2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira