Tómas sendur í leyfi frá störfum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, er kominn í leyfi frá störfum á Landspítala. MYND/LANDSPÍTALI Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var ákvörðun tekin um að senda Tómas í leyfi í ljósi „heildarhagsmuna.“ Niðurstöðum nefndarinnar hefur verið vísað til siðfræðinefndar spítalans en einnig hefur verið ákveðið að taka upp samskipti við vísindasiðanefnd út frá ábendingum í skýrslunni. Þetta tekur til ábendinga um mun á gagna- og sjúklingarannsóknum sem og að taka afstöðu til tillögu skýrslunnar um bætur til ekkju Andemariams Bayene.Paolo Macchiarini hefur verið sakaður um meiriháttar vísindamisferli og að stefna lífi sjúklinga í hættu.VÍSIR/AFPRektor Háskóla Íslands og forstjóri Landspítalans skipuðu fyrir rúmu ári nefnd til að rannsaka mál Andemariams Beyene. Árið 2011 undirgekkst hann aðgerð á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi þar sem græddur var í hann plastbarki. Sænskar rannsóknir hafa varpað ljósi á það að farið var á svig við lög og reglur þar ytra. Lífi sjúklinga hafi verið stefnt í hættu á kerfisbundinn hátt og að enginn vísindalegur grundvöllur hafi verið fyrir aðgerðinni. Andemariam lést í janúar árið 2014. Tómas annaðist Andemariam á meðan hann var hér á landi. Niðurstaða nefndarinnar var sú að Tómas hafi gert sér grein fyrir því að ytra hafi menn að minnsta kosti verið að íhuga að senda sjúklinginn í barkaígræðslu og að honum hefði mátt vera ljóst að um tilraunaaðgerð væri að ræða. Ekkert bendi hins vegar til þess að honum hafi verið ljóst að öll opinber og nauðsynleg leyfi ytra hafi skort.Tómas og Andemariam.VÍSIR/VILHELMGagnrýni nefndarinnar snýr ekki aðeins að klínískri meðferð Andemariams, heldur einnig að þeirri vísindavinnu sem tók við eftir aðgerðina örlagaríku. Framkvæmdar voru rannsóknir á sjúklingnum í þeim tilgangi að nota niðurstöður þeirra í grein sem síðar birtist í tímaritinu The Lancet. Tómas, ásamt lækninum Óskari Einarssyni, voru meðhöfundar að þeirri grein. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, greindi frá því í gær að þær rannsóknir sem gerðar voru á Andemariam voru hvorki gerðar með samþykki Vísindasiðanefndar né Persónuverndar. Greinin í The Lancet hafi því ekki verið birtingarhæf. Tómas birti ítarlega umsögn um skýrslu nefndarinnar þar sem hann gagnrýndi orðalag sem hann sagði á köflum vera gildishlaðið. Ályktanir hafi verið settar fram án rökstuðnings. Plastbarkamálið Tengdar fréttir "Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00 Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var ákvörðun tekin um að senda Tómas í leyfi í ljósi „heildarhagsmuna.“ Niðurstöðum nefndarinnar hefur verið vísað til siðfræðinefndar spítalans en einnig hefur verið ákveðið að taka upp samskipti við vísindasiðanefnd út frá ábendingum í skýrslunni. Þetta tekur til ábendinga um mun á gagna- og sjúklingarannsóknum sem og að taka afstöðu til tillögu skýrslunnar um bætur til ekkju Andemariams Bayene.Paolo Macchiarini hefur verið sakaður um meiriháttar vísindamisferli og að stefna lífi sjúklinga í hættu.VÍSIR/AFPRektor Háskóla Íslands og forstjóri Landspítalans skipuðu fyrir rúmu ári nefnd til að rannsaka mál Andemariams Beyene. Árið 2011 undirgekkst hann aðgerð á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi þar sem græddur var í hann plastbarki. Sænskar rannsóknir hafa varpað ljósi á það að farið var á svig við lög og reglur þar ytra. Lífi sjúklinga hafi verið stefnt í hættu á kerfisbundinn hátt og að enginn vísindalegur grundvöllur hafi verið fyrir aðgerðinni. Andemariam lést í janúar árið 2014. Tómas annaðist Andemariam á meðan hann var hér á landi. Niðurstaða nefndarinnar var sú að Tómas hafi gert sér grein fyrir því að ytra hafi menn að minnsta kosti verið að íhuga að senda sjúklinginn í barkaígræðslu og að honum hefði mátt vera ljóst að um tilraunaaðgerð væri að ræða. Ekkert bendi hins vegar til þess að honum hafi verið ljóst að öll opinber og nauðsynleg leyfi ytra hafi skort.Tómas og Andemariam.VÍSIR/VILHELMGagnrýni nefndarinnar snýr ekki aðeins að klínískri meðferð Andemariams, heldur einnig að þeirri vísindavinnu sem tók við eftir aðgerðina örlagaríku. Framkvæmdar voru rannsóknir á sjúklingnum í þeim tilgangi að nota niðurstöður þeirra í grein sem síðar birtist í tímaritinu The Lancet. Tómas, ásamt lækninum Óskari Einarssyni, voru meðhöfundar að þeirri grein. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, greindi frá því í gær að þær rannsóknir sem gerðar voru á Andemariam voru hvorki gerðar með samþykki Vísindasiðanefndar né Persónuverndar. Greinin í The Lancet hafi því ekki verið birtingarhæf. Tómas birti ítarlega umsögn um skýrslu nefndarinnar þar sem hann gagnrýndi orðalag sem hann sagði á köflum vera gildishlaðið. Ályktanir hafi verið settar fram án rökstuðnings.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir "Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00 Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
"Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00
Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44
Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30
Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30