Sport

Tyron Woodley fær ekki að berjast við GSP

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
GSP með beltið eftirsótta um síðustu helgi.
GSP með beltið eftirsótta um síðustu helgi. vísir/getty
Þeir eru margir kapparnir í UFC sem vilja berjast við goðsögnina Georges St-Pierre eftir að hann tryggði sér millivigtarbeltið með því að vinna Michael Bisping um síðustu helgi.

GSP var þá að berjast í fyrsta skipti í fjögur ár en hann var áður meistari í veltivigt. Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley er á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á að mæta GSP næst.

Dana White, forseti UFC, er þó ekki á því að senda GSP aftur niður í veltivigtina og ætlar að halda honum í millivigtinni.

„GSP verður áfram í 185 pundum og mun berjast næst við Robert Whittaker,“ sagði White en Whittaker er með bráðabirgðarbeltið í millivigtinni og lítur út fyrir að hann fái nú tækifæri til þess að taka hið sanna meistarabelti.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×