Menning

Þrjár íslenskar skáldsögur tilnefndar til IMPAC-verðlaunanna

Atli Ísleifsson skrifar
Bækur Jóns Kalman Stefánssonar, Yrsu Sigurðardóttur og Sjón eru tilnefndar til IMPAC-verðlaunanna.
Bækur Jóns Kalman Stefánssonar, Yrsu Sigurðardóttur og Sjón eru tilnefndar til IMPAC-verðlaunanna.
Þrjár íslenskar skáldsögur eru í hópi þeirra 150 skáldsagna sem hafa verið tilnefndar til hinnar virtu IMPAC-verðlauna.

Verðlaunin eru veitt árlega í írsku höfuðborginni Dublin, en það eru yfir hundrað bókasöfn um heim allan sem tilnefna bækur til verðlaunanna.

Á heimasíðu verðlaunanna kemur fram að íslensku bækurnar hafi verið tilnefndar af bókasöfnum í Reykjavík (Borgarbókasafnið) og Genf í Sviss.

Bækurnar sem um ræðir eru

  • Why Did You Lie? (Lygi) eftir Yrsu Sigurdardottur, í enskri þýðingu Victoria Cribb
  • Moonstone – the boy who never was (Mánasteinn) eftir Sjón, í enskri þýðingu Victoria Cribb
  • Fish Have No Feet ( Fiskarnir hafa enga fætur) eftir Jon Kalman Stefánsson, í enskri þýðingu Philip Roughton.


IMPAC-verðlaunin eru veitt fyrir skáldsögu á ensku, hvort sem er frumsamda eða í þýðingu og nemur verðlaunaféð 100 þúsund evrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×