Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 13:30 Fundurinn í Norræna húsinu hefst klukkan 14. Vísir Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. Nefndin var skipuð af forstjóri Landspítala og rektors Háskóla Íslands á síðasta ári. Er henni ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítalanum í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Þá var nefndinni ætlað að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í Háskóla Íslands sumarið 2012. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, er formaður nefndarinnar en tveir íslenskir sérfræðilæknar sitja í nefndinni ásamt Páli.Fundurinn verður í beinni útsendingu auk þess sem að helstu atriðum verður lýst í beinni textalýsingu hér að neðan. Málið má rekja til barkaíðgræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem gerðar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að Óskar Einarsson hafi komið að aðgerðinni á Andemariam Beyene. Það er ekki rétt, hann tók hins vegar þátt í meðferð Beyene á Landspítalanum.
Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. Nefndin var skipuð af forstjóri Landspítala og rektors Háskóla Íslands á síðasta ári. Er henni ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítalanum í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Þá var nefndinni ætlað að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í Háskóla Íslands sumarið 2012. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, er formaður nefndarinnar en tveir íslenskir sérfræðilæknar sitja í nefndinni ásamt Páli.Fundurinn verður í beinni útsendingu auk þess sem að helstu atriðum verður lýst í beinni textalýsingu hér að neðan. Málið má rekja til barkaíðgræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem gerðar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að Óskar Einarsson hafi komið að aðgerðinni á Andemariam Beyene. Það er ekki rétt, hann tók hins vegar þátt í meðferð Beyene á Landspítalanum.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Páll, María og Georg skipuð í óháða rannsóknarnefnd vegna plastbarkamálsins Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu svokallaða. 2. nóvember 2016 11:15 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Páll, María og Georg skipuð í óháða rannsóknarnefnd vegna plastbarkamálsins Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu svokallaða. 2. nóvember 2016 11:15
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13