Íslendingar áttu þrjá fulltrúa í Evrópuliðinu sem náði sér ekki á strik að þessu sinni en Evrópuliðið átti titil að verja frá því fyrir ári síðan. Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir voru í liðinu ásamt Jason Smith.
Evrópuliðið varð að sætta sig við neðsta sæti á mótinu í nótt en fjögur úrvalslið tóku þátt í CrossFit Invitational og var keppt í fimm æfingarunum.
The @romwod Pacific Team is your 2017 Reebok CrossFit Invitational champion.
Aussie! Aussie! Aussie! ???????????? pic.twitter.com/f3rWp0n4BF
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 5, 2017
Slæm byrjun fór alveg með möguleika Evrópuliðsins sem var aðeins komið með tvö stig samanlagt eftir fyrstu þrjár greinarnar.
Kyrrahafsliðið vann tvær af fyrstu þremur greinunum en setti smá spennu í keppnina með því að ná sér ekki á strik í fjórðu greininni. Það var hinsvegar enginn spurning í lokagreininni þar sem Kyrrahafsliðið tryggði sér sigurinn með sannfærandi frammistöðu.
Í fararbroddi hjá Kyrrahafsliðinu var hraustasta kona heims síðan á síðustu heimsleikum Tia-Clair Toomey.
Hér fyrir neðan má horfa aftur á keppni næturinnar.