Innlent

Fjölmiðlamenn þriggja fjölmiðla boðaðir til skýrslutöku

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Þrotabú Glitnis fékk í síðasta mánuði samþykkt lögbann á fréttaflutning Stundarinnar sem byggir á gögnum úr Glitni.
Þrotabú Glitnis fékk í síðasta mánuði samþykkt lögbann á fréttaflutning Stundarinnar sem byggir á gögnum úr Glitni. Vísir/Heiða
Tólf starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á gagnaleka úr Glitni.  Um er að ræða starfsmenn 365 miðla, Ríkisútvarpsins og Stundarinnar. RÚV greinir frá.

Fjármálaeftirlitið hefur lagt fram tvær kærur og embætti Héraðssaksóknara rannsakar gagnaleka úr Glitni á grundvelli þeirra. Fyrri kæran er tilkomin vegna umfjöllunar Kastljóss og fjölmiðla 365 um viðskipti og hlutabréfaeign hæstaréttardómara fyrir hrun. Seinni kæruna lagði FME fram eftir að Stundin og RÚV fjölluðu um viðskipti forsætisráðherra og fólks sem hann tengdist sem áttu sér stað fyrir hrun.

Glitnir HoldCo, þrotabú Glitnis, fékk í síðasta mánuði samþykkt lögbann á fréttaflutning Stundarinnar sem byggir á gögnum úr Glitni. Staðfestingarmál Glitnis gegn Stundinni vegna lögbannsins var þingfest í vikunni.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frétta­stofu RÚV hafa nokkrir starfs­mann­anna þegar gefið skýrslu en aðrir hafa verið boðaðir til skýrslutöku á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×