Síðustu dagar kalífadæmisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Sýrlenskur hermaður fagnar sigri í gær. Nordicphotos/AFP Deir al-Zour, síðasta stóra vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið þar í landi en aðrir miðlar greindu jafnframt frá því að herinn væri nú að hrekja ISIS burt af öðrum smærri svæðum á sama tíma. Þá var sömu sögu að segja af störfum írakska hersins sem rekur um þessar mundir hryðjuverkamenn frá síðustu bæjum þeirra sín megin við landamæri ríkjanna. ISIS hefur verið við völd í Deir al-Zour undanfarin þrjú ár en borgin gegndi lykilhlutverki í hinu svokallaða kalífadæmi samtakanna vegna nálægðar við landamærin að Írak. Á undanförnum mánuðum hafa hryðjuverkasamtökin einnig misst höfuðvígin Mósúl og Raqqa. Er því farið að syrta allverulega í álinn fyrir ISIS. Þessir stóru ósigrar hafa leitt til þess að hið svokallaða kalífadæmi ISIS virðist vera á enda. Lýst var yfir stofnun kalífadæmis í júní 2014 og gerðu forsprakkar þess tilkall til trúarlegra, pólitískra og hernaðarlegra yfirvalda yfir öllum múslimum heimsins. Það var jafnframt á þessum tíma sem samtökin hófu að kenna sig við íslamskt ríki. Engin sjálfstæð ríki viðurkenndu sjálfstæði þessa kalífadæmis. Að mati utanríkismálagreinanda BBC, Jonathans Marcus, er góður árangur Sýrlandshers góð áminning um að stríðið gegn kalífadæminu sé að vinnast. Þrátt fyrir það sé staðan að flækjast. Marcus hélt því fram í gær að vegna stríðsins hafi sýrlenskir uppreisnarmenn, ríkisstjórnarherinn og Kúrdar beint sjónum sínum að ISIS en nú gæti það farið að breytast. Kalífadæmið spannar nú einungis brotabrot af því sem var þegar það var sem stærst. Fara liðsmenn ISIS einungis með völd á litlum svæðum í Deir al-Zour-héraði sem og Íraksmegin við landamærin. Eins og áður segir sækja herir beggja ríkja þó stíft og er útlit fyrir að samtökin missi allt sitt landsvæði á næstunni. Samkvæmt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem Bandaríkin eru í forsvari fyrir, hefur tekist að hrekja samtökin á brott frá 95 prósentum þess landsvæðis sem áður voru undir hæl hryðjuverkasamtakanna. Jafnframt hefur tekist að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara undan samtökunum, að því er bandalagið greinir frá. Undir lok októbermánaðar voru liðsmenn samtakanna á Filippseyjum hraktir frá borginni Marawi eftir fimm mánaða orrustu. Er borgin nú öll á valdi ríkisstjórnarinnar en talið er að 87 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og rúm milljón misst heimili sín. Þótt kalífadæmið sé á síðasta snúningi hafa hryðjuverkasamtökin ekki verið sigruð, að því er kemur fram í fréttaskýringu The Guardian. Enn eru liðsmenn þeirra margir og dreifðir víða um Mið-Austurlönd og jafnframt heiminn og verður því erfitt að uppræta starfsemi samtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Deir al-Zour, síðasta stóra vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið þar í landi en aðrir miðlar greindu jafnframt frá því að herinn væri nú að hrekja ISIS burt af öðrum smærri svæðum á sama tíma. Þá var sömu sögu að segja af störfum írakska hersins sem rekur um þessar mundir hryðjuverkamenn frá síðustu bæjum þeirra sín megin við landamæri ríkjanna. ISIS hefur verið við völd í Deir al-Zour undanfarin þrjú ár en borgin gegndi lykilhlutverki í hinu svokallaða kalífadæmi samtakanna vegna nálægðar við landamærin að Írak. Á undanförnum mánuðum hafa hryðjuverkasamtökin einnig misst höfuðvígin Mósúl og Raqqa. Er því farið að syrta allverulega í álinn fyrir ISIS. Þessir stóru ósigrar hafa leitt til þess að hið svokallaða kalífadæmi ISIS virðist vera á enda. Lýst var yfir stofnun kalífadæmis í júní 2014 og gerðu forsprakkar þess tilkall til trúarlegra, pólitískra og hernaðarlegra yfirvalda yfir öllum múslimum heimsins. Það var jafnframt á þessum tíma sem samtökin hófu að kenna sig við íslamskt ríki. Engin sjálfstæð ríki viðurkenndu sjálfstæði þessa kalífadæmis. Að mati utanríkismálagreinanda BBC, Jonathans Marcus, er góður árangur Sýrlandshers góð áminning um að stríðið gegn kalífadæminu sé að vinnast. Þrátt fyrir það sé staðan að flækjast. Marcus hélt því fram í gær að vegna stríðsins hafi sýrlenskir uppreisnarmenn, ríkisstjórnarherinn og Kúrdar beint sjónum sínum að ISIS en nú gæti það farið að breytast. Kalífadæmið spannar nú einungis brotabrot af því sem var þegar það var sem stærst. Fara liðsmenn ISIS einungis með völd á litlum svæðum í Deir al-Zour-héraði sem og Íraksmegin við landamærin. Eins og áður segir sækja herir beggja ríkja þó stíft og er útlit fyrir að samtökin missi allt sitt landsvæði á næstunni. Samkvæmt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem Bandaríkin eru í forsvari fyrir, hefur tekist að hrekja samtökin á brott frá 95 prósentum þess landsvæðis sem áður voru undir hæl hryðjuverkasamtakanna. Jafnframt hefur tekist að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara undan samtökunum, að því er bandalagið greinir frá. Undir lok októbermánaðar voru liðsmenn samtakanna á Filippseyjum hraktir frá borginni Marawi eftir fimm mánaða orrustu. Er borgin nú öll á valdi ríkisstjórnarinnar en talið er að 87 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og rúm milljón misst heimili sín. Þótt kalífadæmið sé á síðasta snúningi hafa hryðjuverkasamtökin ekki verið sigruð, að því er kemur fram í fréttaskýringu The Guardian. Enn eru liðsmenn þeirra margir og dreifðir víða um Mið-Austurlönd og jafnframt heiminn og verður því erfitt að uppræta starfsemi samtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira