Segir gufuna úr rafsígarettum ekki saklausa vatnsgufu Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2017 19:40 Lára Guðrún benti á vökvinn í rafsígarettum er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að flest bendi til þess að rafsígarettur séu skárri kostur en sígarettur, ef litið er til þeirra virku efna sem eru í þeim. Hún sagði þó ekki hægt að alhæfa um það því langtímarannsóknir séu ekki komnar fram. Lára Guðrún benti á að í reyknum frá rafsígarettum hafi fundist málmar og fleiri skaðleg efni sem á eftir að kortleggja þegar kemur að áhrifum sem þessi efni geta haft á líkamann, og nefndi þar sérstaklega lungnavefinn. Hún sagði að hins vegar væri erfitt að bera saman rafsígarettur við sígarettur. Þegar kemur að sígarettum þá séu mun fleiri rannsóknir á bak við þær og hafa langtímaáhrifin verið könnuð. Langtímaáhrifin eigi hins vegar eftir að koma í ljós þegar kemur að rafsígarettunum.Lára Guðrún SigurðardóttirLára sagði helstu áhyggjurnar varðandi rafsígarettur snúa að ungu fólki sem notar þær en hefði mögulega aldrei annars reykt. Rafsígarettur geti vissulega hjálpað einhverjum að hætta að reykja en hins vegar sýni rannsóknir að átta af hverjum tíu sem nota þær reykja einnig sígarettur og nota þá rafsígaretturnar á þeim stöðum sem ekki má reykja á. Hún sagði gufuna sem rafsígarettur gefa frá sér ekki vera saklausa vatnsgufu eins og sumir hafi haldið fram. Hún segir að í gufunni sé efni sem heitir glýseról. Ef vökvinn er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. „Þetta er efni sem við viljum helst ekki hafa mikið í umhverfinu,“ sagði Lára Guðrún. Hún sagði sjö krabbameinsvaldandi efni hafa greinst í þessum vökva. Þar hafi einnig fundist skaðlegir málmar á borð við blý og kvikasilfur. Lára Guðrún sagði að miklar áhyggjur væru af því að einstaklingar undir tvítugu sem nota rafsígarettur leiðist út í reykingar á tóbaki. Aukin hætta sé á því að ánetjast nikótíni ef neysla þess hefst fyrir tvítugt þegar heilinn er enn að þroskast og í mótun. Hún sagði að ungir einstaklingar séu jafnvel að ánetjast vökva úr rafsígarettum sem eigi ekki að innihalda nikótín. Hún benti á að það væri bannað að selja nikótínvökva, þó svo að það sé gert hér á landi gegn reglugerðum. Hún sagði börnin annað hvort vera að ánetjast einhverjum efnum í vökvanum sem að á ekki að innihalda nikótín, að vökvinn sem á ekki að innihalda nikótín innihaldi nikótín í raun og veru eða þá að börnin séu einfaldlega að ánetjast hegðuninni. Hún sagði að það hafa tekið fimmtíu ár að sýna fram á hversu skaðlegar reykingar eru og enn lengri tíma hafi tekið að sýna fram á hversu skaðlegar óbeinar reykingar eru. Það gæti því að hennar mati tekið þó nokkurn tíma þar til langtímaáhrif rafsígretta koma ljós. Tengdar fréttir Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að flest bendi til þess að rafsígarettur séu skárri kostur en sígarettur, ef litið er til þeirra virku efna sem eru í þeim. Hún sagði þó ekki hægt að alhæfa um það því langtímarannsóknir séu ekki komnar fram. Lára Guðrún benti á að í reyknum frá rafsígarettum hafi fundist málmar og fleiri skaðleg efni sem á eftir að kortleggja þegar kemur að áhrifum sem þessi efni geta haft á líkamann, og nefndi þar sérstaklega lungnavefinn. Hún sagði að hins vegar væri erfitt að bera saman rafsígarettur við sígarettur. Þegar kemur að sígarettum þá séu mun fleiri rannsóknir á bak við þær og hafa langtímaáhrifin verið könnuð. Langtímaáhrifin eigi hins vegar eftir að koma í ljós þegar kemur að rafsígarettunum.Lára Guðrún SigurðardóttirLára sagði helstu áhyggjurnar varðandi rafsígarettur snúa að ungu fólki sem notar þær en hefði mögulega aldrei annars reykt. Rafsígarettur geti vissulega hjálpað einhverjum að hætta að reykja en hins vegar sýni rannsóknir að átta af hverjum tíu sem nota þær reykja einnig sígarettur og nota þá rafsígaretturnar á þeim stöðum sem ekki má reykja á. Hún sagði gufuna sem rafsígarettur gefa frá sér ekki vera saklausa vatnsgufu eins og sumir hafi haldið fram. Hún segir að í gufunni sé efni sem heitir glýseról. Ef vökvinn er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. „Þetta er efni sem við viljum helst ekki hafa mikið í umhverfinu,“ sagði Lára Guðrún. Hún sagði sjö krabbameinsvaldandi efni hafa greinst í þessum vökva. Þar hafi einnig fundist skaðlegir málmar á borð við blý og kvikasilfur. Lára Guðrún sagði að miklar áhyggjur væru af því að einstaklingar undir tvítugu sem nota rafsígarettur leiðist út í reykingar á tóbaki. Aukin hætta sé á því að ánetjast nikótíni ef neysla þess hefst fyrir tvítugt þegar heilinn er enn að þroskast og í mótun. Hún sagði að ungir einstaklingar séu jafnvel að ánetjast vökva úr rafsígarettum sem eigi ekki að innihalda nikótín. Hún benti á að það væri bannað að selja nikótínvökva, þó svo að það sé gert hér á landi gegn reglugerðum. Hún sagði börnin annað hvort vera að ánetjast einhverjum efnum í vökvanum sem að á ekki að innihalda nikótín, að vökvinn sem á ekki að innihalda nikótín innihaldi nikótín í raun og veru eða þá að börnin séu einfaldlega að ánetjast hegðuninni. Hún sagði að það hafa tekið fimmtíu ár að sýna fram á hversu skaðlegar reykingar eru og enn lengri tíma hafi tekið að sýna fram á hversu skaðlegar óbeinar reykingar eru. Það gæti því að hennar mati tekið þó nokkurn tíma þar til langtímaáhrif rafsígretta koma ljós.
Tengdar fréttir Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00