Öllu fórnandi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Fyrir viku síðan. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Auðvitað, þetta er mesta hagsmunamál þjóðarinnar, annað kemur ekki til greina, ófrávíkjanlegt! Kjósandi: Og þið ætlið að koma Sjálfstæðisflokknum frá og láta verða af þessu? Logi: Nákvæmlega, Samfylkingin stendur við sitt eina stefnumál, ESB er málið, evran er málið. Viltu ekki lægri vexti og betra veður, evrópskt veður? Kjósandi: Já, rólegur, er þetta þá eina stefnumálið ykkar? Logi: Tja, kannski ekki alveg eina, en já, þetta er aðalmálið, halda áfram með aðildarferlið, þjóðin á kröfu á því að fá að kjósa, engar refjar. Fimmtudagurinn í þessari viku. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Ehm, jú, sjáðu, þetta er nú kannski ekki alveg einfalt mál. Kjósandi: Ha, eruð þið ekki að fara í ríkisstjórn? Logi: Það er algjörlega klárt mál að ef Samfylkingin ætlar að vera áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum á næstu árum þá þurfum við að vera skynsöm og raunsæ og við munum nálgast málið út frá því – (hér endurtekur Logi svar sitt á RÚV um sama mál). Kjósandi: Bíddu, ertu að segja að það sé skynsemi og raunsæi að leyfa ekki þjóðinni að kjósa um áframhaldandi aðildarumsókn? Logi: Það hefur margt breyst. Kjósandi: Frá því í síðustu viku? Logi: Æ, þú skilur ekki stjórnmál. Kjósandi: Heyrðu Logi, er það kannski pólitískt ómögulegt fyrir þessa ríkisstjórn að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið? Logi: Tja, já svona þannig, já. Kjósandi: Pólitískur ómöguleiki, já, nú skil ég. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun
Fyrir viku síðan. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Auðvitað, þetta er mesta hagsmunamál þjóðarinnar, annað kemur ekki til greina, ófrávíkjanlegt! Kjósandi: Og þið ætlið að koma Sjálfstæðisflokknum frá og láta verða af þessu? Logi: Nákvæmlega, Samfylkingin stendur við sitt eina stefnumál, ESB er málið, evran er málið. Viltu ekki lægri vexti og betra veður, evrópskt veður? Kjósandi: Já, rólegur, er þetta þá eina stefnumálið ykkar? Logi: Tja, kannski ekki alveg eina, en já, þetta er aðalmálið, halda áfram með aðildarferlið, þjóðin á kröfu á því að fá að kjósa, engar refjar. Fimmtudagurinn í þessari viku. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Ehm, jú, sjáðu, þetta er nú kannski ekki alveg einfalt mál. Kjósandi: Ha, eruð þið ekki að fara í ríkisstjórn? Logi: Það er algjörlega klárt mál að ef Samfylkingin ætlar að vera áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum á næstu árum þá þurfum við að vera skynsöm og raunsæ og við munum nálgast málið út frá því – (hér endurtekur Logi svar sitt á RÚV um sama mál). Kjósandi: Bíddu, ertu að segja að það sé skynsemi og raunsæi að leyfa ekki þjóðinni að kjósa um áframhaldandi aðildarumsókn? Logi: Það hefur margt breyst. Kjósandi: Frá því í síðustu viku? Logi: Æ, þú skilur ekki stjórnmál. Kjósandi: Heyrðu Logi, er það kannski pólitískt ómögulegt fyrir þessa ríkisstjórn að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið? Logi: Tja, já svona þannig, já. Kjósandi: Pólitískur ómöguleiki, já, nú skil ég. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun