Bíll ársins er Peugeot 3008 Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2017 09:06 Peugeot 3008. Tilkynnt var um val á bíl ársins hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna í gærkveldi. Það var Peugeot 3008 sem hlýtur nafnbótina Bíll ársins þessu sinni. Alls voru það 30 bílar sem sem valið stóð á milli þetta árið, en gjaldgengir eru glænýjar bílgerðir og nýjar kynslóðir þekktari gerða. Tólf þeirra voru valdir í úrslit í fjórum flokkum, það er minni fólkbílar, millistærðarfólksbílar, stærri fólksbílar og jeppar og jepplingar. Peugeot 3008 fellur í flokk stærri fólksbíla, en annar í þeim flokki var Volvo V90 Cross Country og þriðji BMW 5. Í flokki smærri fólksbíla stóð Suzuki efstur á blaði, annar var Nissan Micra og þriðji Kia Rio. Í flokki millistærðarfólksbíla varð efstur Hyundai Ionic, annar Honda Civic og þriðji Hyundai i30. Í flokki jeppa og jepplinga bar sigur úr bítum Volvo XC60, annar varð Skoda Kodiaq og þriðji Renault Koleos. Allra hæstu einkunn allra þessara bíla hlaut Peugeot 3008. Næst flestu stigin fékk svo Hyundai Ionic og þau þriðju flestu Volvo XC60. Verðlaun fyrir bíl ársins, sem og fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki voru veitt með viðhöfn í sal Blaðamannafélagsins í Síðumúla í gærkveldi að viðstöddu fjölmenni. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent
Tilkynnt var um val á bíl ársins hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna í gærkveldi. Það var Peugeot 3008 sem hlýtur nafnbótina Bíll ársins þessu sinni. Alls voru það 30 bílar sem sem valið stóð á milli þetta árið, en gjaldgengir eru glænýjar bílgerðir og nýjar kynslóðir þekktari gerða. Tólf þeirra voru valdir í úrslit í fjórum flokkum, það er minni fólkbílar, millistærðarfólksbílar, stærri fólksbílar og jeppar og jepplingar. Peugeot 3008 fellur í flokk stærri fólksbíla, en annar í þeim flokki var Volvo V90 Cross Country og þriðji BMW 5. Í flokki smærri fólksbíla stóð Suzuki efstur á blaði, annar var Nissan Micra og þriðji Kia Rio. Í flokki millistærðarfólksbíla varð efstur Hyundai Ionic, annar Honda Civic og þriðji Hyundai i30. Í flokki jeppa og jepplinga bar sigur úr bítum Volvo XC60, annar varð Skoda Kodiaq og þriðji Renault Koleos. Allra hæstu einkunn allra þessara bíla hlaut Peugeot 3008. Næst flestu stigin fékk svo Hyundai Ionic og þau þriðju flestu Volvo XC60. Verðlaun fyrir bíl ársins, sem og fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki voru veitt með viðhöfn í sal Blaðamannafélagsins í Síðumúla í gærkveldi að viðstöddu fjölmenni.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent