Íslenska crossfit fólkið heldur uppi fjörinu í Evrópuliðinu | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2017 15:45 Evrópska liðið er fullt af Íslendingum. Mynd/Instagram/crossfitgames Allir meðlimir evrópska úrvalsliðsins í crossfit hafa nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu þar sem framundan er CrossFit Invitational mótið um helgina. Ísland á þrjá af fjórum keppendum í Evrópuliðinu sem hefur titil að verja frá því í fyrra. Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir geta unnið annað árið í röð og nú kemur Anníe Mist Þórisdóttir inn fyrir Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var í liðinu fyrir ári sína. Ekki slæmt fyrir eina litla þjóð norður í Atlantshafi að geta skipt út tvöföldum meistara á heimsleikunum fyrir annan tvöfaldan meistara frá heimsleikjunum. Evrópska úrvalsliðið mun þarna keppa við úrvalslið Bandaríkjanna, Kanada og Kyrrahafsins. Evrópa fékk 23 stig í fyrra eða sjö stigum meira en Bandaríkin sem varð í öðru sæti. Hér fyrir neðan má sjá evrópska hópinn á æfingu í gær en myndbandið var sett inn á fésbókarsíðu Crossfit heimsleikana. Liðið er að æfa sig í því að vinna með orminn. Allur hópurinn hefur nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu og á twitter-síðu Crossfit heimsleikanna má sjá skemmtilega mynd af evrópska liðinu og það fer eiginlega ekkert á milli mála að íslensku crossfitararnir halda uppi fjörinu í Evrópuliðinu.Friday in Melbourne: https://t.co/oFkoBzSxGv#CrossFit Invitational pic.twitter.com/k9oLgRYe9Q — The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 3, 2017 Anníe Mist Þórisdóttir setti líka mynd frá æfingu íslenska, fyrirgefið, evrópska liðsins í gær en allir í liðinu þurfa að vinna mjög vel saman í mörgum æfinganna. Eins og sjá má hér þá átti eftir að fara aðeins betur yfir málin en þau hafa tíma til þess því keppnin fer ekki fram fyrr en á sunnudaginn. Making all the mistakes in training means it will be on point once we get on the floor right? Can you spot who made the mistake here? Hint, the blondes took turns... #teameurope @sarasigmunds @bk_gudmundsson @j_smithsa @bicepslikebriggs A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 2, 2017 at 9:26pm PDT CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Allir meðlimir evrópska úrvalsliðsins í crossfit hafa nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu þar sem framundan er CrossFit Invitational mótið um helgina. Ísland á þrjá af fjórum keppendum í Evrópuliðinu sem hefur titil að verja frá því í fyrra. Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir geta unnið annað árið í röð og nú kemur Anníe Mist Þórisdóttir inn fyrir Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var í liðinu fyrir ári sína. Ekki slæmt fyrir eina litla þjóð norður í Atlantshafi að geta skipt út tvöföldum meistara á heimsleikunum fyrir annan tvöfaldan meistara frá heimsleikjunum. Evrópska úrvalsliðið mun þarna keppa við úrvalslið Bandaríkjanna, Kanada og Kyrrahafsins. Evrópa fékk 23 stig í fyrra eða sjö stigum meira en Bandaríkin sem varð í öðru sæti. Hér fyrir neðan má sjá evrópska hópinn á æfingu í gær en myndbandið var sett inn á fésbókarsíðu Crossfit heimsleikana. Liðið er að æfa sig í því að vinna með orminn. Allur hópurinn hefur nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu og á twitter-síðu Crossfit heimsleikanna má sjá skemmtilega mynd af evrópska liðinu og það fer eiginlega ekkert á milli mála að íslensku crossfitararnir halda uppi fjörinu í Evrópuliðinu.Friday in Melbourne: https://t.co/oFkoBzSxGv#CrossFit Invitational pic.twitter.com/k9oLgRYe9Q — The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 3, 2017 Anníe Mist Þórisdóttir setti líka mynd frá æfingu íslenska, fyrirgefið, evrópska liðsins í gær en allir í liðinu þurfa að vinna mjög vel saman í mörgum æfinganna. Eins og sjá má hér þá átti eftir að fara aðeins betur yfir málin en þau hafa tíma til þess því keppnin fer ekki fram fyrr en á sunnudaginn. Making all the mistakes in training means it will be on point once we get on the floor right? Can you spot who made the mistake here? Hint, the blondes took turns... #teameurope @sarasigmunds @bk_gudmundsson @j_smithsa @bicepslikebriggs A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 2, 2017 at 9:26pm PDT
CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira