22,6% aukning í bílasölu í október Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2017 09:35 Toyota Yaris er söluhæsta einstaka bílgerð ársins á fyrstu 10 mánuðunum, en alls hafa 721 slíkir selst. Nýskráðir fólksbílar í október sl. voru 1.114 stk á móti 909 stk. á fyrra ári eða 22.6% aukning. Ef allt árið er tekið til og með 31. október sl. er aukning í nýskráðum fólksbílum 15,1% en skráðir hafa verið 19.375 fólksbílar sem er aukning um 2.541 bíl frá fyrra ári. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 40,2% af heildinni á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Söluhæsti bíllinn það sem af er ári er Toyota Yaris en alls hafa verið nýskráð 721 stk af þeirri gerð. Í öðru sæti kemur Toyota RAV4 með 631 stk. og í því þriðja Kia Rio með 574 stk. Ljóst er að bílasala mun slá fyrri met á þessu ári og fara vel yfir 20.000 nýskráða fólksbíla. Hver endanlega niðurstaða verður fer mikið eftir því hvað bílaleigur munu gera fyrir áramót en fyrirhugaðar eru breytingar á vörugjöldum bílaleigubíla sem mun hafa einhver áhrif á þann fjölda sem verður skráður á þessu ári segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent
Nýskráðir fólksbílar í október sl. voru 1.114 stk á móti 909 stk. á fyrra ári eða 22.6% aukning. Ef allt árið er tekið til og með 31. október sl. er aukning í nýskráðum fólksbílum 15,1% en skráðir hafa verið 19.375 fólksbílar sem er aukning um 2.541 bíl frá fyrra ári. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 40,2% af heildinni á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Söluhæsti bíllinn það sem af er ári er Toyota Yaris en alls hafa verið nýskráð 721 stk af þeirri gerð. Í öðru sæti kemur Toyota RAV4 með 631 stk. og í því þriðja Kia Rio með 574 stk. Ljóst er að bílasala mun slá fyrri met á þessu ári og fara vel yfir 20.000 nýskráða fólksbíla. Hver endanlega niðurstaða verður fer mikið eftir því hvað bílaleigur munu gera fyrir áramót en fyrirhugaðar eru breytingar á vörugjöldum bílaleigubíla sem mun hafa einhver áhrif á þann fjölda sem verður skráður á þessu ári segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent