Leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, er nú í heimsókn í Rakhine-héraði í fyrsta sinn síðan átök brutust út á svæðinu í lok ágúst síðastliðinn. Átökin hafa orðið þess valdandi að rúmlega hálf milljón Rohingja-múslima hefur flúið yfir til nágrannaríkisins Bangladess.
Suu Kyi, sem á sínum tíma fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir andóf sitt gegn herforingjastjórninni í Mjanmar, hefur sætt gagnrýni um allan heim fyrir að koma ekki í veg fyrir ofbeldi stjórnarhersins sem hefur verið sakaður um þjóðernishreinsanir í héraðinu.
Ekki er ljóst hvort leiðtoginn muni heimsækja þorp Rohingja í ferð sinni, en áætlað er að um 600 þúsund Rohingjar hafi flúið til Bangladess frá lokum ágústmánaðar.
Suu Kui heimsækir Rakhine-hérað

Tengdar fréttir

Hefja neyðarsöfnun fyrir flóttafólk frá Mjanmar
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun fyrir Rohingja, flóttafólk frá Mjanmar, sem farið hafa yfir landamærin til Bangladess.

Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum
Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar.