Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 22:31 Ásmundur Friðriksson segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á ummælum sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar neitaði Ásmundur að upplýsa hversu mikið hann fékk greitt fyrir akstur sem þingmaður og sagði að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Ásmundur segir í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook að síðustu dagar hafi verið honum þungir í skauti og að hann hafi verið illa fyrirkallaður þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við hann. „Viðtal sem ég átti ekki að taka undir þeim kringumstæðum, argur og þreyttur. Það var ávísun á vonda útkomu og ég bið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðalagi sem aldrei átti að vera og stofnunin átti ekki skilið. Fer ekki í frekari útskýringar á því eða umkenningarleik,“ skrifar Ásmundur. Stjórn Oddfellowreglunnar á Íslandi sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá því að Ásmundur hefði farið fram á að láta af embætti sem varastórsírs reglunnar af persónulegum ástæðum. Erindi Ásmundur var tekið fyrir á fundi stjórnarinnar í dag en í færslunni sem hann birtir í kvöld segist hann hafa stigið þung skref sem hann þurfti að stíga. „En vonandi fennir fljótt í þau spor og það birti að nýjum degi með nýjum tækifærum,“ skrifar Ásmundur. Hann segist vera mannlegur og breiskur maður sem geri mistök. „En get líka beðið afsökunar á þeim eins og ég geri nú. Ég vona að það birti á nýjum degi og hann lygni eftir storminn.“ Ekki náðist í Ásmund í kvöld vegna málsins. Tengdar fréttir Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59 Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06 Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns eru nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á ummælum sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar neitaði Ásmundur að upplýsa hversu mikið hann fékk greitt fyrir akstur sem þingmaður og sagði að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Ásmundur segir í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook að síðustu dagar hafi verið honum þungir í skauti og að hann hafi verið illa fyrirkallaður þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við hann. „Viðtal sem ég átti ekki að taka undir þeim kringumstæðum, argur og þreyttur. Það var ávísun á vonda útkomu og ég bið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðalagi sem aldrei átti að vera og stofnunin átti ekki skilið. Fer ekki í frekari útskýringar á því eða umkenningarleik,“ skrifar Ásmundur. Stjórn Oddfellowreglunnar á Íslandi sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá því að Ásmundur hefði farið fram á að láta af embætti sem varastórsírs reglunnar af persónulegum ástæðum. Erindi Ásmundur var tekið fyrir á fundi stjórnarinnar í dag en í færslunni sem hann birtir í kvöld segist hann hafa stigið þung skref sem hann þurfti að stíga. „En vonandi fennir fljótt í þau spor og það birti að nýjum degi með nýjum tækifærum,“ skrifar Ásmundur. Hann segist vera mannlegur og breiskur maður sem geri mistök. „En get líka beðið afsökunar á þeim eins og ég geri nú. Ég vona að það birti á nýjum degi og hann lygni eftir storminn.“ Ekki náðist í Ásmund í kvöld vegna málsins.
Tengdar fréttir Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59 Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06 Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns eru nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59
Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00