Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 22:31 Ásmundur Friðriksson segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á ummælum sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar neitaði Ásmundur að upplýsa hversu mikið hann fékk greitt fyrir akstur sem þingmaður og sagði að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Ásmundur segir í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook að síðustu dagar hafi verið honum þungir í skauti og að hann hafi verið illa fyrirkallaður þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við hann. „Viðtal sem ég átti ekki að taka undir þeim kringumstæðum, argur og þreyttur. Það var ávísun á vonda útkomu og ég bið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðalagi sem aldrei átti að vera og stofnunin átti ekki skilið. Fer ekki í frekari útskýringar á því eða umkenningarleik,“ skrifar Ásmundur. Stjórn Oddfellowreglunnar á Íslandi sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá því að Ásmundur hefði farið fram á að láta af embætti sem varastórsírs reglunnar af persónulegum ástæðum. Erindi Ásmundur var tekið fyrir á fundi stjórnarinnar í dag en í færslunni sem hann birtir í kvöld segist hann hafa stigið þung skref sem hann þurfti að stíga. „En vonandi fennir fljótt í þau spor og það birti að nýjum degi með nýjum tækifærum,“ skrifar Ásmundur. Hann segist vera mannlegur og breiskur maður sem geri mistök. „En get líka beðið afsökunar á þeim eins og ég geri nú. Ég vona að það birti á nýjum degi og hann lygni eftir storminn.“ Ekki náðist í Ásmund í kvöld vegna málsins. Tengdar fréttir Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59 Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06 Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á ummælum sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar neitaði Ásmundur að upplýsa hversu mikið hann fékk greitt fyrir akstur sem þingmaður og sagði að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Ásmundur segir í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook að síðustu dagar hafi verið honum þungir í skauti og að hann hafi verið illa fyrirkallaður þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við hann. „Viðtal sem ég átti ekki að taka undir þeim kringumstæðum, argur og þreyttur. Það var ávísun á vonda útkomu og ég bið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðalagi sem aldrei átti að vera og stofnunin átti ekki skilið. Fer ekki í frekari útskýringar á því eða umkenningarleik,“ skrifar Ásmundur. Stjórn Oddfellowreglunnar á Íslandi sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá því að Ásmundur hefði farið fram á að láta af embætti sem varastórsírs reglunnar af persónulegum ástæðum. Erindi Ásmundur var tekið fyrir á fundi stjórnarinnar í dag en í færslunni sem hann birtir í kvöld segist hann hafa stigið þung skref sem hann þurfti að stíga. „En vonandi fennir fljótt í þau spor og það birti að nýjum degi með nýjum tækifærum,“ skrifar Ásmundur. Hann segist vera mannlegur og breiskur maður sem geri mistök. „En get líka beðið afsökunar á þeim eins og ég geri nú. Ég vona að það birti á nýjum degi og hann lygni eftir storminn.“ Ekki náðist í Ásmund í kvöld vegna málsins.
Tengdar fréttir Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59 Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06 Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59
Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00