Með dreng í varanlegu fóstri: „Ætla að drekkja þessu barni í ást“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2017 11:45 Gulli og Andrés eru með dreng í varanlegu fóstri og langar þeim að ættleiða hann. „Ég var í jarðaför, kem út í bíl eftir erfidrykkjuna og ég held að það hafi verið svona 18 símtöl sem ég hafði misst af frá Andrési,“ segir Gunnlaugur Kristmundsson sem er með lítinn í varanlegu fóstri ásamt sambýlismanni sínum Andrési James Andréssyni en saman fóru þeir í gegnum ferlið með Sindra Sindrasyni í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var hringt í mig á föstudegi, ég á leiðinni heim úr Grafarvogi, og áður en ég veit af er ég kominn í Árbæinn að fríka út að það sé eitthvað barn að bíða eftir okkur,“ segir Andrés. „Ég hringi í Gulla átján sinnum og hann var í jarðaför. Tíminn gat bara ekki liðið nægilega hratt. Ég algjörlega missti það.“Hvað hugsuði þið rétt áður en þið genguð inni í herbergi þar sem drengurinn var?„Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í,“ segir Andrés. „Við sátum úti í bíl og ég var búinn að slökkva á bílnum og hann bara kólnaði og kólnaði,“ segir Gulli en báðir hugsuðu þeir að um leið og þeir færu inn í þetta hús væri ekki aftur snúið. „Þetta tók svona 0,01 sekúndu. Ég sá hann bara þarna á gólfinu og hugsaði um leið að ég væri til í þetta. Það var ekkert annað í heiminum sem skipti máli þarna og tveimur dögum síðar sagði ég upp vinnunni minni og var bara kominn heim og var heimavinnandi með einn sex mánaða,“ segir Andrés. Andrés segist hafa oft verið spurður út í það hvað hann myndi gera ef drengurinn yrði tekinn af þeim. „Ég sagði alltaf bara að ég myndi þá díla við það á þeirri stundu. En þangað til ætla ég að drekkja þessu barni í ást og stuðningi,“ segir Andrés. „Þegar endanlega niðurstaðan kom þá fann ég hvað þetta hafði verið mikill álagstími og mikið stress á mér og þá pínu hryn ég niður, hryn niður í eitthvað öryggi sem ég kannaðist ekki við,“ segir Gulli. Fósturbörn Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Sjá meira
„Ég var í jarðaför, kem út í bíl eftir erfidrykkjuna og ég held að það hafi verið svona 18 símtöl sem ég hafði misst af frá Andrési,“ segir Gunnlaugur Kristmundsson sem er með lítinn í varanlegu fóstri ásamt sambýlismanni sínum Andrési James Andréssyni en saman fóru þeir í gegnum ferlið með Sindra Sindrasyni í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var hringt í mig á föstudegi, ég á leiðinni heim úr Grafarvogi, og áður en ég veit af er ég kominn í Árbæinn að fríka út að það sé eitthvað barn að bíða eftir okkur,“ segir Andrés. „Ég hringi í Gulla átján sinnum og hann var í jarðaför. Tíminn gat bara ekki liðið nægilega hratt. Ég algjörlega missti það.“Hvað hugsuði þið rétt áður en þið genguð inni í herbergi þar sem drengurinn var?„Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í,“ segir Andrés. „Við sátum úti í bíl og ég var búinn að slökkva á bílnum og hann bara kólnaði og kólnaði,“ segir Gulli en báðir hugsuðu þeir að um leið og þeir færu inn í þetta hús væri ekki aftur snúið. „Þetta tók svona 0,01 sekúndu. Ég sá hann bara þarna á gólfinu og hugsaði um leið að ég væri til í þetta. Það var ekkert annað í heiminum sem skipti máli þarna og tveimur dögum síðar sagði ég upp vinnunni minni og var bara kominn heim og var heimavinnandi með einn sex mánaða,“ segir Andrés. Andrés segist hafa oft verið spurður út í það hvað hann myndi gera ef drengurinn yrði tekinn af þeim. „Ég sagði alltaf bara að ég myndi þá díla við það á þeirri stundu. En þangað til ætla ég að drekkja þessu barni í ást og stuðningi,“ segir Andrés. „Þegar endanlega niðurstaðan kom þá fann ég hvað þetta hafði verið mikill álagstími og mikið stress á mér og þá pínu hryn ég niður, hryn niður í eitthvað öryggi sem ég kannaðist ekki við,“ segir Gulli.
Fósturbörn Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Sjá meira