Háttvísi og afnám fátæktar Bjarni Karlsson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Ég tel nýafstaðnar alþingiskosningar ekki síst athyglisverðar í ljósi þriggja málefna sem ekki voru rædd í aðdragandanum. Áður en ég tala um það vil ég þó orða tvennt gott sem gerðist. Fyrst skal nefna að nýtt andrúmsloft ríkti í samtalinu með aukinni háttvísi í samskiptum stjórnmálafólks. Þjóðin er orðin södd á andstyggð og meiðingum í opinberu lífi og stjórnmálaforingjar voru að kveikja á því. Það var frábært. Síðan gerðist það líka að fátækt fólk á Íslandi fékk 6,9% greiddra atkvæða. Inga Sæland birtist sem fulltrúi hins almenna manns og hreyfði streng í hjarta þjóðarinnar með framgöngu sinni þegar hún krafðist þess ásamt flokksfólki sínu að fátækt verði afnumin í landinu. Samt var þrennt sem gleymdist. Ríkisstjórnarsamstarfið hnaut um eitt viðkvæmasta samviskumál þjóðarinnar; kynferðislegt öryggi kvenna og barna. Þess vegna var efnt til kosninga, en við slepptum alveg að ræða það og að kosningum loknum hefur stöðu kvenna hrakað stórlega á Alþingi! Annað málefni sem við létum ekki mikið trufla okkur er stærsta hagsmunamál fæddra og ófæddra kynslóða; vistkerfisvandinn. Þó var hópurinn París 1,5 og ýmsir fjölmiðlar að reyna að lyfta fram þannig samtali. Loks sniðgengum við nær alfarið annað mikilvægasta hagsmunamál almennings í landinu; eignarhaldið á auðlindum þjóðarinnar. Þau málefni komu vart til umræðu. Þrátt fyrir þessar miklu takmarkanir er ekki lítið að geta sagt að krafan um almenna háttvísi og afnám fátæktar sé meginniðurstaða kosninganna 2017. Hvernig sem stjórnarmyndun verður nú háttað hlýtur ný ríkisstjórn að taka mið af því að 13.502 kjósendur vörðu atkvæði sínu í að krefjast afnáms fátæktar í landinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun
Ég tel nýafstaðnar alþingiskosningar ekki síst athyglisverðar í ljósi þriggja málefna sem ekki voru rædd í aðdragandanum. Áður en ég tala um það vil ég þó orða tvennt gott sem gerðist. Fyrst skal nefna að nýtt andrúmsloft ríkti í samtalinu með aukinni háttvísi í samskiptum stjórnmálafólks. Þjóðin er orðin södd á andstyggð og meiðingum í opinberu lífi og stjórnmálaforingjar voru að kveikja á því. Það var frábært. Síðan gerðist það líka að fátækt fólk á Íslandi fékk 6,9% greiddra atkvæða. Inga Sæland birtist sem fulltrúi hins almenna manns og hreyfði streng í hjarta þjóðarinnar með framgöngu sinni þegar hún krafðist þess ásamt flokksfólki sínu að fátækt verði afnumin í landinu. Samt var þrennt sem gleymdist. Ríkisstjórnarsamstarfið hnaut um eitt viðkvæmasta samviskumál þjóðarinnar; kynferðislegt öryggi kvenna og barna. Þess vegna var efnt til kosninga, en við slepptum alveg að ræða það og að kosningum loknum hefur stöðu kvenna hrakað stórlega á Alþingi! Annað málefni sem við létum ekki mikið trufla okkur er stærsta hagsmunamál fæddra og ófæddra kynslóða; vistkerfisvandinn. Þó var hópurinn París 1,5 og ýmsir fjölmiðlar að reyna að lyfta fram þannig samtali. Loks sniðgengum við nær alfarið annað mikilvægasta hagsmunamál almennings í landinu; eignarhaldið á auðlindum þjóðarinnar. Þau málefni komu vart til umræðu. Þrátt fyrir þessar miklu takmarkanir er ekki lítið að geta sagt að krafan um almenna háttvísi og afnám fátæktar sé meginniðurstaða kosninganna 2017. Hvernig sem stjórnarmyndun verður nú háttað hlýtur ný ríkisstjórn að taka mið af því að 13.502 kjósendur vörðu atkvæði sínu í að krefjast afnáms fátæktar í landinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun