Körfubolti

Framlengingin: KR ekki nógu góðir til að berjast um titil

Dagur Lárusson skrifar
Framlenging er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem farið er snöggt yfir helstu atvik liðinnar umferðar í Domino's deild karla.

Í framlengingunni að þessu sinni voru þeir sérfræðingarnir spurðir út í það hvaða lið værri í raun besta spilandi liðið í í deildinni þar sem aðeins var tekist á en þau lið sem voru nefnd voru meðal annars Valur og Tindastóll.

Næst var rætt um það í hversu miklum vandræðum Þór Þorlákshöfn væru í en þeim hefur ekki verið að ganga vel upp á síðkastið. Jonni byrjaði á því að svara og sagði að þeir væru í miklum vandræðum og hann í raun skildi ekki hvað væri í gangi. Fannar tók síðan við en hann var ekki alveg eins svartsýnn á Þórsarana.

Eftir þetta var rætt um gengi ÍR þar sem Jonni sagði meðal annars að ÍR væri nýbúnir að hoppa út úr flugvél og þeir eru ekki með fallhlíf en með því var hann að meina að liðið væri meira og minna búið að vera.

Kjartan Atli spurði svo þá Jonna og Fannar að því hversu lengi KR-ingar geta sagt að titill vinnist ekki í nóvember en KR-ingar hafa tapað tveimur leikjum á tímabilinu. Fannar og Jonni voru báðir á því að KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af stöðu mála en Jonni gekk svo langt að segja að liðið væri ekki nógu gott til þess að berjast um titilinn.

„Eins og staðan er núna þá er KR-liðið ekki nógu gott til þess að vera að berajast um titil.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×