Ólafía Þórunn missti flugið á seinni níu Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. nóvember 2017 19:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, átti misjafnan dag á þriðja degi CME-mótsins sem er lokamót LPGA-mótaraðarinnar á þessu tímabili en eftir fína spilamennsku framan af komu fjórir skollar á seinni níu holunum. Ólafía er þegar þetta er skrifað í 60-64. sæti þegar þónokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en lokadagur þessa síðasta móts ársins á LPGA-mótaröðinni fer fram á morgun. Ólafía sem hóf þriðja hring á tíundu flöt var að slá vel og langt af teig í dag en innáhöggin og púttin voru að stríða henni. Það kom hinsvegar ekki að sök framan af þar sem hún fékk par á öllum holunum á fyrri níu og var á parinu þegar hringurinn var hálfnaður. Eftir tíunda parið í röð komu tveir skollar á þremur holum og var Ólafía skyndilega komin tveimur höggum yfir parið. Þrjú pör fylgdu því áður en þriðji skollinn leit dagsins ljós á áttundu braut, næst síðustu holu dagsins hjá henni. Hún lauk svo leik á skolla á níundu braut vallarins en þetta var þriðja skiptið í röð sem Ólafía fær skolla á þessari braut sem hefur reynst henni erfið. Hún var líkt og fyrri dagana að slá vel af teig og slá töluvert lengra en á fyrsta degi en hún púttaði 33 sinnum í dag, 5 sinnum oftar en á fyrsta hring. Hún fær tækifæri til að svara fyrir þetta á lokadegi mótsins á morgun en hún vill eflaust bæta upp fyrir spilamennsku dagsins á síðasta hring hennar á þessari sterkustu mótaröð heims á þessu ári. Hún þarf þó ekki að örvænta en eins og áður hefur komið fram á Vísi hefur hún þegar tryggt sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári eftir gott nýliðaár á þessari sterkustu mótaröð heims.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, átti misjafnan dag á þriðja degi CME-mótsins sem er lokamót LPGA-mótaraðarinnar á þessu tímabili en eftir fína spilamennsku framan af komu fjórir skollar á seinni níu holunum. Ólafía er þegar þetta er skrifað í 60-64. sæti þegar þónokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en lokadagur þessa síðasta móts ársins á LPGA-mótaröðinni fer fram á morgun. Ólafía sem hóf þriðja hring á tíundu flöt var að slá vel og langt af teig í dag en innáhöggin og púttin voru að stríða henni. Það kom hinsvegar ekki að sök framan af þar sem hún fékk par á öllum holunum á fyrri níu og var á parinu þegar hringurinn var hálfnaður. Eftir tíunda parið í röð komu tveir skollar á þremur holum og var Ólafía skyndilega komin tveimur höggum yfir parið. Þrjú pör fylgdu því áður en þriðji skollinn leit dagsins ljós á áttundu braut, næst síðustu holu dagsins hjá henni. Hún lauk svo leik á skolla á níundu braut vallarins en þetta var þriðja skiptið í röð sem Ólafía fær skolla á þessari braut sem hefur reynst henni erfið. Hún var líkt og fyrri dagana að slá vel af teig og slá töluvert lengra en á fyrsta degi en hún púttaði 33 sinnum í dag, 5 sinnum oftar en á fyrsta hring. Hún fær tækifæri til að svara fyrir þetta á lokadegi mótsins á morgun en hún vill eflaust bæta upp fyrir spilamennsku dagsins á síðasta hring hennar á þessari sterkustu mótaröð heims á þessu ári. Hún þarf þó ekki að örvænta en eins og áður hefur komið fram á Vísi hefur hún þegar tryggt sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári eftir gott nýliðaár á þessari sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira