George Bush eldri sakaður um að þukla á túlki Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2017 15:33 Bush eldri virðist hafa lagt það í vana sinn að klípa konur í rassinn ef marka má frásagnir nokkurra kvenna undanfarið. Vísir/AFP Enn ein konan hefur bæst í hóp þeirra sem saka George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um kynferðislega áreitni. Kona sem vann sem túlkur á Spáni þegar Bush fundaði með þarlendum ráðherra árið 2004 segir Bush hafa þuklað á sér. Atvikið átti sér stað í kringum fund Bush með José Bono Martínez, þáverandi varnarmálaráðherra Spánar, fyrir þrettán árum, að sögn konunnar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Þegar kom að myndatöku eftir fundinn segir konann að Bush hafi krafist þess að hún væri með á mynd. Það hafi komið henni í opna skjöldu þar sem túlkar haldi sig yfirleitt til hlés við slíkar myndatökur. „Hann greip í rassinn á mér. Í fyrstu hélt ég að það hefði verið óvart en svo gerði hann það aftur,“ segir hún. Gat ekki brugðist viðSjö aðrar konur hafa sakað Bush um svipað framferði, þar á meðal ein sem var sextán ára gömul þegar hún segir að forsetinn fyrrverandi hafi þuklað á sér. Þegar atvikið með túlkinum átti sér stað voru samskipti Spánar og Bandaríkjanna viðkvæm. Ný ríkisstjórn sósíalistans José Luis Zapatero hafði þá dregið spænskar hersveitir frá Írak. BBC segir að fundur Bush og Martínez hafi líklega verið ætlað að reyna að bæta samskipti Zapatero og George W. Bush, sonar Bush eldri, sem þá var forseti Bandaríkjanna. „Ég var meira reið en í uppnámi en ég gat ekki sagt neitt við þessar kringumstæður. Ég man að ég hugsaði á þessum tíma að hann væri að gera þetta vegna þess að hann vissi að ég gæti ekki sagt neitt,“ segir túlkurinn við BBC. Talsmaður Bush hefur ekki svarað ásökunum túlksins en hann hefur fram að þessu sagt að Bush hafi það ekki í sér að valdi nokkurri manneskju skaða. Tengdi hann einhver atvikin við það að Bush hefði verið bundinn við hjólastól síðustu árin. Atvikið með túlkinn og unglingsstúlkuna áttu sér hins vegar stað fyrir þann tíma. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Sonur hans George W. Bush gegndi embættinu frá 2001 til 2009. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06 Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Enn ein konan hefur bæst í hóp þeirra sem saka George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um kynferðislega áreitni. Kona sem vann sem túlkur á Spáni þegar Bush fundaði með þarlendum ráðherra árið 2004 segir Bush hafa þuklað á sér. Atvikið átti sér stað í kringum fund Bush með José Bono Martínez, þáverandi varnarmálaráðherra Spánar, fyrir þrettán árum, að sögn konunnar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Þegar kom að myndatöku eftir fundinn segir konann að Bush hafi krafist þess að hún væri með á mynd. Það hafi komið henni í opna skjöldu þar sem túlkar haldi sig yfirleitt til hlés við slíkar myndatökur. „Hann greip í rassinn á mér. Í fyrstu hélt ég að það hefði verið óvart en svo gerði hann það aftur,“ segir hún. Gat ekki brugðist viðSjö aðrar konur hafa sakað Bush um svipað framferði, þar á meðal ein sem var sextán ára gömul þegar hún segir að forsetinn fyrrverandi hafi þuklað á sér. Þegar atvikið með túlkinum átti sér stað voru samskipti Spánar og Bandaríkjanna viðkvæm. Ný ríkisstjórn sósíalistans José Luis Zapatero hafði þá dregið spænskar hersveitir frá Írak. BBC segir að fundur Bush og Martínez hafi líklega verið ætlað að reyna að bæta samskipti Zapatero og George W. Bush, sonar Bush eldri, sem þá var forseti Bandaríkjanna. „Ég var meira reið en í uppnámi en ég gat ekki sagt neitt við þessar kringumstæður. Ég man að ég hugsaði á þessum tíma að hann væri að gera þetta vegna þess að hann vissi að ég gæti ekki sagt neitt,“ segir túlkurinn við BBC. Talsmaður Bush hefur ekki svarað ásökunum túlksins en hann hefur fram að þessu sagt að Bush hafi það ekki í sér að valdi nokkurri manneskju skaða. Tengdi hann einhver atvikin við það að Bush hefði verið bundinn við hjólastól síðustu árin. Atvikið með túlkinn og unglingsstúlkuna áttu sér hins vegar stað fyrir þann tíma. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Sonur hans George W. Bush gegndi embættinu frá 2001 til 2009.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06 Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06
Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01