Bandaríkin

Fréttamynd

Trump sagður hafa lofað ó­háðum rann­sóknum í Minnesota

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að senda Tom Homan, svokallaðan „landamærakeisara“ sinn, til Minnesota. Þar á hann að ræða við Tim Walz, ríkisstjóra, og aðra embættismenn um ástandið þar og aðgerðir alríkisútsendara. Gífurlega spenna er í ríkinu eftir að útsendarar þessir skutu aðra manneskju til bana um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Einn lifði flug­slys í Maine af en sjö dóu

Sjö létu lífið en einn lifði af þegar einkaþota endaði á hvolfi í flugtaki í Maine í Bandaríkjunum í dag. Mikil snjókoma var á Bangor-flugvellinum þar sem slysið varð og var honum lokað eftir slysið.

Erlent
Fréttamynd

„Amma sagði alltaf að við værum líkir“

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin.

Lífið
Fréttamynd

Leita að líkams­leifum síðasta gíslsins

Yfirvöld í Ísrael hafa greint frá því að umfangsmiklar aðgerðir standi yfir á Gasa sem snúa að því að freista þess að finna líkamsleifar lögreglumannsins Ran Gvili. Hann er eini gíslinn sem Hamas-samtökin tóku þann 7. október 2023 sem hefur ekki verið skilað.

Erlent
Fréttamynd

„Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“

„Þetta er vonandi tímabundið ástand í Bandaríkjunum og við þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg. Og það er gömul saga og ný hvernig á að umgangast slíka. Alltaf er viss hætta á því að meðvirkni láti á sér kræla og allir fari að tipla á tánum í kringum hann.“

Innlent
Fréttamynd

Skotinn til bana: Mynd­efnið þvert á orð ráð­herrans

Alex Jeffrey Pretti, 37 ára gamall hjúkrunarfræðingur og bandarískur ríkisborgari, var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í gær. Heimvarnarráðherra Bandaríkjanna hélt því fram að Pretti hefði ráðist á fulltrúana, þvert á það sem má sjá á myndefni af vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana

Skýrari mynd er að teiknast upp af af atburðarásinni þegar karlmaður var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í dag. Þó er enn margt á huldu í tengslum við aðdraganda árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Annar maður skotinn til bana af ICE

Annar maður hefur var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minnesota. Nokkrar vikur eru síðan fulltrúi ICE skaut konu til bana.

Erlent
Fréttamynd

„Eftir þetta getur enginn treyst honum“

Útlit er fyrir að ákveðinn vendipunktur hafi orðið á sambandi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þjóðarleiðtogar og embættismenn í Evrópu eru sagðir líta á tilraunir Trumps til að kúga Evrópu með tollum og hótunum til að eignast Grænland marka tímamót.

Erlent
Fréttamynd

Tug­þúsundir mót­mæltu ICE

Tugir þúsunda leituðu út á götur í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum til að mótmæla Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Fulltrúi ICE skaut konu til bana fyrr í mánuðinum.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí undir miklum þrýstingi

Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa.

Innlent
Fréttamynd

Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir ára­tug á flótta

Kanadamaðurinn Ryan Wedding, sem keppt hefur á Vetrarólympíuleikunum fyrir hönd Kanada, hefur verið handtekinn en hann var einn af þeim tíu mönnum sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) vilja mest koma höndum yfir. Wedding hefur verið ákærður fyrir morð, smygl og peningaþvætti og hefur verið á flótta frá 2015.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar leita aftur á náðir Musks

Elon Musk, auðugasti maður heims, er að snúa sér aftur að stjórnmálum í Bandaríkjunum eftir að hann lappaði upp á samband sitt við Donald Trump, forseta. Auðjöfurinn ætlar sér að opna veski sitt á nýjan leik fyrir þingkosningarnar í nóvember en háttsettir Repúblikanar eru sagðir hafa leitað á náðir Musks og beðið hann um aðstoð.

Erlent
Fréttamynd

Rússar, Úkraínu­menn og Banda­ríkja­menn funda í fyrsta sinn við sama borð

Fulltrúar Rússlands, Úkraínu og Bandaríkjanna eru nú sagðir ætla að halda samningafund í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um stríðið í Úkraínu og mögulegt vopnahlé. Fundurinn fer fram í dag og er um að ræða fyrstu viðræðurnar frá innrás Rússa fyrir hartnær fjórum árum þar sem Rússar og Úkraínumenn sitja við sama borð ásamt Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

„Við getum gert það sem við viljum“

Línur eru farnar að skýrast um innihald samkomulagsins sem náðist á fundi Marks Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær, þó enn sé margt á huldu. Forsetinn segir að Bandaríkin megi gera það sem þeim sýnist á Grænlandi „að eilífu.“ Enn er margt ófrágengið, að sögn heimildarmanna New York Times.

Erlent
Fréttamynd

Kom ekki á teppið

Bandarísk yfirvöld hafa ekki brugðist við ákúrum utanríkisráðherra eftir að sendiherraefni þeirra gantaðist með að Bandaríkin gætu tekið yfir Ísland og gert hann að ríkisstjóra landsins.

Innlent
Fréttamynd

Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn

Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump, birti í dag sýn sína fyrir framtíð Gasastrandarinnar. Næsta skref segir hann að sé afvopnun Hamas-samtakanna og segist Kushner vilja endurbyggja Gasaströndina á grunni frjáls markaðar.

Erlent
Fréttamynd

Sam­komu­lagið sem ekkert sam­komu­lag er um

Mikil óvissa ríkir varðandi meint samkomulag sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerðu í gær. Óljóst er um hvað þeir sömdu eða hvort þeir sömdu um eitthvað yfir höfuð.

Erlent
Fréttamynd

Drógu mann út á nær­buxunum sem hafði ekkert til saka unnið

Útsendarar bandaríska innflytjendaeftirlitsins drógu saklausan mann út úr húsi sínu á nærbuxunum einum fata í nístingskulda í Minnesota eftir að þeir réðust inn í húsið án leitarheimildar. Skammt er síðan alríkisfulltrúi skaut konu til bana í rassíu sem stendur enn yfir í ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Trump kynnti friðarráðið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti hið svokallaða friðarráð sitt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í dag. Ráð þetta þykir nokkuð umdeilt en það átti upprunalega að halda utan um málefni Gasastrandarinnar. Nú er útlit fyrir að Trump vilji að það leysi Sameinuðu þjóðirnar af hólmi.

Erlent