Spænskur bróðir Skoda Kodiaq og VW Tiguan Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 14:37 Svona lítur hinn nýi jepplingur Seat út. Það hlaut ekki að líða að löngu þangað til Skoda Kodiaq og VW Tiguan eignuðust nýjan bróður með Seat merkinu á húddinu. Spæsnski framleiðandinn Seat ætlar að kynna þennan jeppling áður en árið er á enda og hann er byggður á sama MQB undirvagni og hinir bræður hans. Bíllinn verður framleiddur í Þýskalandi og í boði verða margar bensín- og dísilvélar. Mjög margir íhlutir verða sameiginlegir í þessum nýja bíl Seat og hinum bræðrum hans og sparar stóra Volkswagen bílasamstæðan sér mikinn þróunar- og framleiðslukostnað fyrir vikið. Hann fær þó stærra grill og Seat merkið að framan verður talsvert stærra en VW og Skoda merkið á hinum bílunum. Nafn bílsins er ekki ljóst ewnnþá en sögur herma að Seat ætlað velja á milli nafnanna Alboran, Aranda, Avila og Tarraco. Seat mun byrja að taka á móti pöntunum á bílnum snemma á næsta ári. Víst er að hann verður í boði með 1,4 lítra og 2,0 lítra TSI bensínvélum sem og 2,0 lítra TDI dísilvél og plug-in-hybrid útfærsla verður líklega í spilunum líka. Líklegt verð á bílnum er 33.800 evrur. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent
Það hlaut ekki að líða að löngu þangað til Skoda Kodiaq og VW Tiguan eignuðust nýjan bróður með Seat merkinu á húddinu. Spæsnski framleiðandinn Seat ætlar að kynna þennan jeppling áður en árið er á enda og hann er byggður á sama MQB undirvagni og hinir bræður hans. Bíllinn verður framleiddur í Þýskalandi og í boði verða margar bensín- og dísilvélar. Mjög margir íhlutir verða sameiginlegir í þessum nýja bíl Seat og hinum bræðrum hans og sparar stóra Volkswagen bílasamstæðan sér mikinn þróunar- og framleiðslukostnað fyrir vikið. Hann fær þó stærra grill og Seat merkið að framan verður talsvert stærra en VW og Skoda merkið á hinum bílunum. Nafn bílsins er ekki ljóst ewnnþá en sögur herma að Seat ætlað velja á milli nafnanna Alboran, Aranda, Avila og Tarraco. Seat mun byrja að taka á móti pöntunum á bílnum snemma á næsta ári. Víst er að hann verður í boði með 1,4 lítra og 2,0 lítra TSI bensínvélum sem og 2,0 lítra TDI dísilvél og plug-in-hybrid útfærsla verður líklega í spilunum líka. Líklegt verð á bílnum er 33.800 evrur.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent