Opel frumsýnir flaggskipið Insignia Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 10:49 Ný Opel Insignia í langbaksútfærslu. Aðdáendur glæsilegra bíla eiga gott í vændum á laugardaginn. Þá frumsýnir Bílabúð Benna gjörbreytta útgáfu af Insignia, hinu vinsæla flaggskipi Opel. Í fréttatilkynningu er staðhæft að með honum taki Opel sér stöðu sem nýr leiðtogi í sínum flokki. Þar segir að ný Insignia sé endurhönnuð frá grunni, en byggi eftir sem áður alfarið á þýsku hugviti og þeim kostum sem gera þýska bíla eftirsótta um allan heim. Samkvæmt plani Opel er hann undanfari nýrrar kynslóðar hvað varðar hönnun, þar sem djarfar línur, jafnt að innan sem utan, fái að njóta sín til fulls, án þess að það bitni á innra rými bílsins. Lögð er alveg sérstök áhersla á það hversu rúmgóð Insignia er. Allir fái því nóg pláss til að njóta ökugleðinnar hvar sem þeir sitja í bílnum. Aksturseiginleikar Insignia eru líka rómaðir og bíllinn því eins og sniðinn fyrir þá sem elska að keyra góða og glæsilega bíla. Ný Insignia fæst bæði fjögurra dyra, Grand Sport, og í station útgáfu. Þær verða frumsýndar hjá Bílabúð Benna, laugardaginn 18. nóvember, bæði að Tangarhöfða 8, í Reykjavík og Njarðarbraut 9 Reykjanesbæ. Allir eru velkomnir, milli kl. 10:00 og 16:00. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent
Aðdáendur glæsilegra bíla eiga gott í vændum á laugardaginn. Þá frumsýnir Bílabúð Benna gjörbreytta útgáfu af Insignia, hinu vinsæla flaggskipi Opel. Í fréttatilkynningu er staðhæft að með honum taki Opel sér stöðu sem nýr leiðtogi í sínum flokki. Þar segir að ný Insignia sé endurhönnuð frá grunni, en byggi eftir sem áður alfarið á þýsku hugviti og þeim kostum sem gera þýska bíla eftirsótta um allan heim. Samkvæmt plani Opel er hann undanfari nýrrar kynslóðar hvað varðar hönnun, þar sem djarfar línur, jafnt að innan sem utan, fái að njóta sín til fulls, án þess að það bitni á innra rými bílsins. Lögð er alveg sérstök áhersla á það hversu rúmgóð Insignia er. Allir fái því nóg pláss til að njóta ökugleðinnar hvar sem þeir sitja í bílnum. Aksturseiginleikar Insignia eru líka rómaðir og bíllinn því eins og sniðinn fyrir þá sem elska að keyra góða og glæsilega bíla. Ný Insignia fæst bæði fjögurra dyra, Grand Sport, og í station útgáfu. Þær verða frumsýndar hjá Bílabúð Benna, laugardaginn 18. nóvember, bæði að Tangarhöfða 8, í Reykjavík og Njarðarbraut 9 Reykjanesbæ. Allir eru velkomnir, milli kl. 10:00 og 16:00.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent