Sakaður um að káfa á sofandi konu Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 18:15 Al Franken, öldungadeildaþingmaður Demókrataflokksins. Vísir/AFP Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. Hún segir það hafa gerst árið 2006 þegar þau voru að skemmta hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Franken, sem var þá einn af rithöfundum Saturday Night Live, hafði skrifað atriði sem þau áttu að leika fyrir hermennina. Í einu atriðinu hafði Franken skrifað að þau myndu kyssast. Þegar fyrsta sýning þeirra nálgaðist segir Tweeden að Franken hafi farið fram á að þau myndu æfa kossinn. Hún segist hafa hunsað hann en hann hafi ítrekað að þau þyrftu að æfa sig. „Ég sagði eitthvað eins og: Rólegur Al, þetta er ekki SNL. Við þurfum ekkert að æfa kossinn,“ skrifaði Tweeden á KABC.com. „Hann hélt áfram að krefjast æfingar og mér var farið að líða illa. Hann sagði að leikarar þyrftu að æfa allt og að við yrðum að æfa kossinn.“ Þá segist Tweeden hafa sagt já til að fá Franken til að hætta þessum spurningum. „Við sögðum setningarnar okkar sem leiddu að kossinum og þá gekk hann að mér, setti aðra höndina aftan á höfðið á mér, klessti vörum sínum að mínum og stakk tungunni upp í mig. Ég ýtti honum strax frá mér og sagði að ef hann myndi gera þetta aftur myndi ég ekki taka því vel.“ „Mér leið ógeðslega og eins og hann hefði brotið á mér.“ Tweeden segist ekki hafa sagt þeim sem stóðu að sýningunum frá þessu og að hún hafi forðast samskipti við Franken eftir þetta. Þegar sýningarnar voru búnar og þau voru aftur á leið heim til Bandaríkjanna. Tweeden segist hafa verið mjög þreytt og hún hafi sofnað í flugvélinni um leið og tekið var á loft í Afganistan. Þar segir hún að Franken hafi káfað á brjóstum sínum á meðan hún var sofandi. „Það var ekki fyrr en ég var komin aftur til Bandaríkjanna og var að skoða myndirnar sem við fengum frá ljósmyndaranum, sem ég sá þessa.“ I've decided it's time to tell my story. #MeToohttps://t.co/TqTgfvzkZg— Leeann Tweeden (@LeeannTweeden) November 16, 2017 Í yfirlýsingu til NBC News segir Franken að hann muni ekki eftir því að umrædd æfing hafi verið eins og Tweeden lýsi henni. „Ég sendi Leeann innilega afsökunarbeiðni. Varðandi myndina, var henni augljóslega ætlað að vera fyndin en hún var það ekki. Ég hefði ekki átt að gera það.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, hefur kallað eftir því að siðferðismálanefnd þingsins muni taka atvikið og Franken fyrir. Charles Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins, segist sammála því. Franken hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar og segist ætla að starfa með siðferðismálanefndinni. „Ég virði konur. Ég virði ekki menn, sem virða ekki konur. Sú staðreynd að gjörðir mínar hafa gefið fólki ástæðu til að efast um það, veldur mér skömm,“ sagði Franken í yfirlýsingunni. BREAKING: McConnell calls for Ethics review of @alfranken in light of groping allegations pic.twitter.com/XiwDTGA2xB— Seung Min Kim (@seungminkim) November 16, 2017 Til stendur að skikka þingmenn og starfsmenn beggja deilda Bandaríkjaþings til þess að fara á námskeið varðandi kynferðislegt áreiti. Fyrr í vikunni sögðu kvenkyns þingmenn á fulltrúadeildinni frá áreitni sem þær hefðu orðið fyrir innan veggja þingsins, án þess þó að nefna nöfn. Svo virðist sem að áreitni sé umfangsmikið vandamál á þingi í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post sögðu þingkonurnar meðal annars frá því að þingmenn og starfsmenn þingsins hafi sýnt kynfæri sín, káfað á konum og sagt mjög svo óviðeigandi hluti. Fréttin var uppfærð 18:15 og yfirlýsingu Franken bætt við. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. Hún segir það hafa gerst árið 2006 þegar þau voru að skemmta hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Franken, sem var þá einn af rithöfundum Saturday Night Live, hafði skrifað atriði sem þau áttu að leika fyrir hermennina. Í einu atriðinu hafði Franken skrifað að þau myndu kyssast. Þegar fyrsta sýning þeirra nálgaðist segir Tweeden að Franken hafi farið fram á að þau myndu æfa kossinn. Hún segist hafa hunsað hann en hann hafi ítrekað að þau þyrftu að æfa sig. „Ég sagði eitthvað eins og: Rólegur Al, þetta er ekki SNL. Við þurfum ekkert að æfa kossinn,“ skrifaði Tweeden á KABC.com. „Hann hélt áfram að krefjast æfingar og mér var farið að líða illa. Hann sagði að leikarar þyrftu að æfa allt og að við yrðum að æfa kossinn.“ Þá segist Tweeden hafa sagt já til að fá Franken til að hætta þessum spurningum. „Við sögðum setningarnar okkar sem leiddu að kossinum og þá gekk hann að mér, setti aðra höndina aftan á höfðið á mér, klessti vörum sínum að mínum og stakk tungunni upp í mig. Ég ýtti honum strax frá mér og sagði að ef hann myndi gera þetta aftur myndi ég ekki taka því vel.“ „Mér leið ógeðslega og eins og hann hefði brotið á mér.“ Tweeden segist ekki hafa sagt þeim sem stóðu að sýningunum frá þessu og að hún hafi forðast samskipti við Franken eftir þetta. Þegar sýningarnar voru búnar og þau voru aftur á leið heim til Bandaríkjanna. Tweeden segist hafa verið mjög þreytt og hún hafi sofnað í flugvélinni um leið og tekið var á loft í Afganistan. Þar segir hún að Franken hafi káfað á brjóstum sínum á meðan hún var sofandi. „Það var ekki fyrr en ég var komin aftur til Bandaríkjanna og var að skoða myndirnar sem við fengum frá ljósmyndaranum, sem ég sá þessa.“ I've decided it's time to tell my story. #MeToohttps://t.co/TqTgfvzkZg— Leeann Tweeden (@LeeannTweeden) November 16, 2017 Í yfirlýsingu til NBC News segir Franken að hann muni ekki eftir því að umrædd æfing hafi verið eins og Tweeden lýsi henni. „Ég sendi Leeann innilega afsökunarbeiðni. Varðandi myndina, var henni augljóslega ætlað að vera fyndin en hún var það ekki. Ég hefði ekki átt að gera það.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, hefur kallað eftir því að siðferðismálanefnd þingsins muni taka atvikið og Franken fyrir. Charles Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins, segist sammála því. Franken hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar og segist ætla að starfa með siðferðismálanefndinni. „Ég virði konur. Ég virði ekki menn, sem virða ekki konur. Sú staðreynd að gjörðir mínar hafa gefið fólki ástæðu til að efast um það, veldur mér skömm,“ sagði Franken í yfirlýsingunni. BREAKING: McConnell calls for Ethics review of @alfranken in light of groping allegations pic.twitter.com/XiwDTGA2xB— Seung Min Kim (@seungminkim) November 16, 2017 Til stendur að skikka þingmenn og starfsmenn beggja deilda Bandaríkjaþings til þess að fara á námskeið varðandi kynferðislegt áreiti. Fyrr í vikunni sögðu kvenkyns þingmenn á fulltrúadeildinni frá áreitni sem þær hefðu orðið fyrir innan veggja þingsins, án þess þó að nefna nöfn. Svo virðist sem að áreitni sé umfangsmikið vandamál á þingi í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post sögðu þingkonurnar meðal annars frá því að þingmenn og starfsmenn þingsins hafi sýnt kynfæri sín, káfað á konum og sagt mjög svo óviðeigandi hluti. Fréttin var uppfærð 18:15 og yfirlýsingu Franken bætt við.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira