Björn Lúkas keppir til úrslita um heimsmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 13:25 Björn Lúkas Haraldsson. Mynd/Mjölnir Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson heldur áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum en hann var áðan að vinna undanúrslitabardaga á móti Ástrala. Björn Lúkas kláraði Ástralann Joseph Luciano strax í fyrstu lotu með armlás. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð með því taki. „Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel,“ segir í frétt um bardaganna á MMA fréttum. Þar heldur lýsingin áfram: „Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu siður með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann,“ segir á mmafrettir.is. Björn Lúkas er búinn að klára alla fjóra bardaga sína í mótinu strax í fyrstu lotu sem sýnir styrk hans. Nú fær okkar maður eins dags frí til að safna kröftum fyrir úrslitabardagann um heimsmeistaratitilinn sem verður á laugardaginn. Björn er nú búinn að slá út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferðinni í gær vann Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði sér sigurinn með tæknilegu rothöggi. Björn Lúkas mætti svo Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi í átta manna úrslitum í dag og sigraði með armlás. Björn Lúkas Haraldsson.Mynd/Mjölnir MMA Tengdar fréttir Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54 Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira
Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson heldur áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum en hann var áðan að vinna undanúrslitabardaga á móti Ástrala. Björn Lúkas kláraði Ástralann Joseph Luciano strax í fyrstu lotu með armlás. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð með því taki. „Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel,“ segir í frétt um bardaganna á MMA fréttum. Þar heldur lýsingin áfram: „Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu siður með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann,“ segir á mmafrettir.is. Björn Lúkas er búinn að klára alla fjóra bardaga sína í mótinu strax í fyrstu lotu sem sýnir styrk hans. Nú fær okkar maður eins dags frí til að safna kröftum fyrir úrslitabardagann um heimsmeistaratitilinn sem verður á laugardaginn. Björn er nú búinn að slá út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferðinni í gær vann Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði sér sigurinn með tæknilegu rothöggi. Björn Lúkas mætti svo Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi í átta manna úrslitum í dag og sigraði með armlás. Björn Lúkas Haraldsson.Mynd/Mjölnir
MMA Tengdar fréttir Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54 Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira
Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54
Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15