7 sæta Lexus RX á bílasýningunni í Los Angeles Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2017 11:30 Lexus RX á íslenskum vegum. Lexus hefur greint frá því að fyrirtækið muni sýna lengri gerð Lexus RX jeppa síns með pláss fyrir 7 farþega á komandi bílasýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Er þar bæði um að ræða Lexus RX 350L og RX 450hL, en sá síðartaldi er Hybrid útgáfa bílsins. Upphaflega ætlaði Lexus að sýna þessa bíla á Tokyo Motor Show sýningunni sem er nýafstaðin, en í staðinn valdi Lexus að sýna bílana í Bandaríkjunum og kemur það kannski ekki á óvart í ljósi þess að Lexus merkið var helst stofnað til að selja Bandaríkjamönnum lúxusbíla og langmest sala Lexus bíla er einmitt þar. Sami vélbúnaður er í þessari lengri gerðum og þeim styttri, eða 295 hestafla 3,5 lítra bensínvél í RX 350 og 308 hestafla sama vél í RX 450. Bílasýningin í Los Angeles opnar þann 27. nóvember. Ef til vill rata þessar lengri gerðir Lexus RX 350/RX 450 til Íslands líka í fyllingu tímans. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent
Lexus hefur greint frá því að fyrirtækið muni sýna lengri gerð Lexus RX jeppa síns með pláss fyrir 7 farþega á komandi bílasýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Er þar bæði um að ræða Lexus RX 350L og RX 450hL, en sá síðartaldi er Hybrid útgáfa bílsins. Upphaflega ætlaði Lexus að sýna þessa bíla á Tokyo Motor Show sýningunni sem er nýafstaðin, en í staðinn valdi Lexus að sýna bílana í Bandaríkjunum og kemur það kannski ekki á óvart í ljósi þess að Lexus merkið var helst stofnað til að selja Bandaríkjamönnum lúxusbíla og langmest sala Lexus bíla er einmitt þar. Sami vélbúnaður er í þessari lengri gerðum og þeim styttri, eða 295 hestafla 3,5 lítra bensínvél í RX 350 og 308 hestafla sama vél í RX 450. Bílasýningin í Los Angeles opnar þann 27. nóvember. Ef til vill rata þessar lengri gerðir Lexus RX 350/RX 450 til Íslands líka í fyllingu tímans.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent