Eigandi Volvo kaupir flugbílafyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2017 10:38 Terrafugia flugbíllinn. Kínverska bílafyrirtækið Geely, sem á Volvo, hefur keypt flugbílaframleiðandann Terrafugia. Terrafugia var stofnað árið 2006 af fimm verðlaunanemendum Massachsetts Institute of Technology háskólanum. Þar á bæ hafa þeir unnið að þróun fljúgandi bíla og til stendur að kynna flughæfan slíkan bíl árið 2019. Þessi bíll/flugvél getur tekið á loft lóðrétt og því lent nánast hvar sem er. Farartækið er knúið af bæði bensínvél og rafmagnsmótorum og því má segja að hann sé “tengitvinnflugbíll”. Hann á að geta komist 800 kíolómetra á fullum tanki og hleðslu. Ferðahraðinn er 320 km/klst og afl hreyflanna 300 hestöfl. Til stendur hjá Terrafugia að markaðssetja flugbílinn til almennings árið 2023. Terrafugia verður, þrátt fyrir kaup Geely á fyrirtækinu, áfram staðsett í Bandaríkjunum. Það skildi þó aldrei verða að aðeins eftir aðeins 6 ár muni sjást flugbílar fljúga um loftin blá, en víst má telja að fyrstu eintökin verða æði dýr. Sjá má virkni flugbílsins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Kínverska bílafyrirtækið Geely, sem á Volvo, hefur keypt flugbílaframleiðandann Terrafugia. Terrafugia var stofnað árið 2006 af fimm verðlaunanemendum Massachsetts Institute of Technology háskólanum. Þar á bæ hafa þeir unnið að þróun fljúgandi bíla og til stendur að kynna flughæfan slíkan bíl árið 2019. Þessi bíll/flugvél getur tekið á loft lóðrétt og því lent nánast hvar sem er. Farartækið er knúið af bæði bensínvél og rafmagnsmótorum og því má segja að hann sé “tengitvinnflugbíll”. Hann á að geta komist 800 kíolómetra á fullum tanki og hleðslu. Ferðahraðinn er 320 km/klst og afl hreyflanna 300 hestöfl. Til stendur hjá Terrafugia að markaðssetja flugbílinn til almennings árið 2023. Terrafugia verður, þrátt fyrir kaup Geely á fyrirtækinu, áfram staðsett í Bandaríkjunum. Það skildi þó aldrei verða að aðeins eftir aðeins 6 ár muni sjást flugbílar fljúga um loftin blá, en víst má telja að fyrstu eintökin verða æði dýr. Sjá má virkni flugbílsins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent