Orðin eru svo hljómfögur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 10:45 "Ég vona að fólk streymi til okkar og nái sér í andlega næringu,“ segir Hanna Rósa. Vísir/Anton Brink Við reynum að hafa hátíðina fjölbreytta. Fengum ungt listafólk og kór til liðs við okkur og svo verður Kristín S. Árnadóttir bókmenntafræðingur með hugleiðingar um Jónas, líf hans og störf,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur um afmælisdagskrá sem haldin verður í Hofi á Akureyri á laugardaginn, 18. nóvember, til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni. Hún kveðst hafa grun um að Kristín bókmenntafræðingur muni ræða eitthvað um nýyrðasmíð Jónasar sem hafi verið stórmerkileg. „Þar kemur skáldið í honum fram, því orðin eru svo hljómfögur,“ bendir hún á.Hanna Rósa segir mikið af frumsömdu efni á dagskránni. „Ég hlakka til að heyra í rapparanum, Viljari Níu, því ég veit að hann hefur verið að búa eitthvað til sérstaklega fyrir þetta tilefni. Svo er það hann Villi – Vilhjálmur Bragason, sem er annað af Vandræðaskáldunum. Hann ætlar að leika sér með orð, það er í anda Jónasar. Einnig verða lesin ljóð eftir verðlaunahafa í samkeppni í skapandi skrifum og norðlensku tónlistarkonurnar Þórhildur Örvarsdóttir, Helga Kvam og Lára Sóley Jóhannsdóttir syngja og leika nokkur lög við texta Jónasar. Hanna Rósa starfar í Minjasafninu á Akureyri og situr líka í stjórn Jónasarseturs að Hrauni í Öxnadal, sem stendur fyrir hátíðinni á laugardaginn ásamt Menningarfélagi Akureyrar. „Meginmarkmið Jónasarseturs er að reka Hraun, fæðingarstað Jónasar. Húsið og jörðin voru keypt 2003 og húsið þá tekið í gegn. Nú er búið að merkja nokkrar áhugaverðar gönguleiðir í umhverfi þess. Húsið er leigt út sem fræðimannsíbúð og einnig leigt BHM yfir sumartímann. Það er fjárhagsleg ráðstöfun því þegar hrunið varð hvarf bakhjarl verkefnisins sem var sparisjóðurinn,“ útskýrir Hanna Rósa. „En við höfum líka staðið fyrir viðburðum á hverju ári, Fífilbrekkuhátíð snemma sumars og upplestri, söng og ýmiss konar dagskrá sem er tileinkuð skáldinu.“ Afmæli Jónasar er vissulega í dag, þá verða Jónasarverðlaunin afhent í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. „Við vildum að sjálfsögðu ekki trufla þann viðburð og því færðum við okkar hátíðadagskrá yfir á laugardaginn,“ segir Hanna Rósa. „Við verðum í Hamraborg, aðalsal Hofs. Það kostar ekkert inn og ég vona að fólk hreinlega streymi til okkar og nái sér í andlega næringu.“ Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Við reynum að hafa hátíðina fjölbreytta. Fengum ungt listafólk og kór til liðs við okkur og svo verður Kristín S. Árnadóttir bókmenntafræðingur með hugleiðingar um Jónas, líf hans og störf,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur um afmælisdagskrá sem haldin verður í Hofi á Akureyri á laugardaginn, 18. nóvember, til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni. Hún kveðst hafa grun um að Kristín bókmenntafræðingur muni ræða eitthvað um nýyrðasmíð Jónasar sem hafi verið stórmerkileg. „Þar kemur skáldið í honum fram, því orðin eru svo hljómfögur,“ bendir hún á.Hanna Rósa segir mikið af frumsömdu efni á dagskránni. „Ég hlakka til að heyra í rapparanum, Viljari Níu, því ég veit að hann hefur verið að búa eitthvað til sérstaklega fyrir þetta tilefni. Svo er það hann Villi – Vilhjálmur Bragason, sem er annað af Vandræðaskáldunum. Hann ætlar að leika sér með orð, það er í anda Jónasar. Einnig verða lesin ljóð eftir verðlaunahafa í samkeppni í skapandi skrifum og norðlensku tónlistarkonurnar Þórhildur Örvarsdóttir, Helga Kvam og Lára Sóley Jóhannsdóttir syngja og leika nokkur lög við texta Jónasar. Hanna Rósa starfar í Minjasafninu á Akureyri og situr líka í stjórn Jónasarseturs að Hrauni í Öxnadal, sem stendur fyrir hátíðinni á laugardaginn ásamt Menningarfélagi Akureyrar. „Meginmarkmið Jónasarseturs er að reka Hraun, fæðingarstað Jónasar. Húsið og jörðin voru keypt 2003 og húsið þá tekið í gegn. Nú er búið að merkja nokkrar áhugaverðar gönguleiðir í umhverfi þess. Húsið er leigt út sem fræðimannsíbúð og einnig leigt BHM yfir sumartímann. Það er fjárhagsleg ráðstöfun því þegar hrunið varð hvarf bakhjarl verkefnisins sem var sparisjóðurinn,“ útskýrir Hanna Rósa. „En við höfum líka staðið fyrir viðburðum á hverju ári, Fífilbrekkuhátíð snemma sumars og upplestri, söng og ýmiss konar dagskrá sem er tileinkuð skáldinu.“ Afmæli Jónasar er vissulega í dag, þá verða Jónasarverðlaunin afhent í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. „Við vildum að sjálfsögðu ekki trufla þann viðburð og því færðum við okkar hátíðadagskrá yfir á laugardaginn,“ segir Hanna Rósa. „Við verðum í Hamraborg, aðalsal Hofs. Það kostar ekkert inn og ég vona að fólk hreinlega streymi til okkar og nái sér í andlega næringu.“
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira