„Eina líkamsræktin sem ég hef aldrei skrópað í“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 20:30 „Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt sport. Við munum flest eftir gleðinni sem fylgdi gamla góða brenniboltanum sem maður spilaði í frímínútum sem krakki. Þetta er svona svipað, bara svo miklu skemmtilegra,“ segir Sólveig Sigurðardóttir. Hún er í hópi kvenna sem hittist tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi og spilar brennibolta af miklum móð. „Brjáluð brennsla, hlátur og gleði í heila klukkustund tvisvar sinnum í viku. Ég held að þetta sé eina líkamsræktin sem að ég hef aldrei skrópað í. Ég held ég hafi ekki sleppt æfingu síðastliðin sjö ár nema að vera beinlínis með skipun frá lækni,“ bætir Sólveig við og hlær.Maður þarf húmor og dass af keppnisskapi Fullorðnar konur hafa hisst til að spila brennibolta, eða brennó, á Íslandi í nokkur ár og hefur sportið vaxið og dafnað. En hvað er svona merkilegt við brennó? „Fyrir utan það að vera skemmtilegasta sport í heimi þá þykir mér alveg óendanlega vænt um allar skemmtilegu vinkonurnar sem brenniboltinn hefur fært mér. Þegar ég hugsa um brennó þá er gleði fyrsta orðið sem poppar upp í kollinum á mér,“ segir Sólveig. Ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana hvað þarf til að spila brennó. „Húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og kannski smá dass af keppnisskapi svona inn á milli. Annars virðast flestir finna sig á vellinum, hvort sem það er í því að grípa, kasta, hlaupa eða halda gleðinni inná vellinum.“ Oft er mikill hiti inni á vellinum og skotið fast.Mynd / Úr einkasafni Áhættusporti fylgja meiðsl Í brennibolta gilda stífar reglur sem kvennahópurinn fer eftir. Oft er mikill hiti í konum á vellinum og hefur það komið fyrir að sumar hverjar hafa verið bornar út af vellinum í lok æfingar. „Þessu áhættusporti fylgja meiðsl eins og í öllum öðrum íþróttum. Við erum alls ekki nógu duglegar að hita upp fyrir æfingar og þá verða stundum ansi klaufaleg meiðsl sem hefði svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir með smávegis upphitun. Ég held okkur vanti eitt stykki harðstjóra eða þjálfara í hópinn sem að skólar okkur stelpurnar örlítið til,“ segir Sólveig og auglýsir hér með eftir téðum harðstjóra. Allar konur 18 ára eldri geta komið og prófað brennóæfingu frítt í Kórnum á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Um þessar mundir er í gangi nýliðatilboð þar sem allar æfingar fram að jólafríi eru á þrjú þúsund krónur. Hér fagnar sigurliðið á síðasta brennómóti. Mikil gleði, svo vægt sé til orða tekið.Mynd / Úr einkasafni Öflugt félagslíf „Við tökum ofsalega vel á móti öllum og elskum að fá ný andlit í hópinn,“ segir Sólveig og bætir við að konurnar, brennóbomburnar eins og þær eru stundum kallaðar, séu duglegar að hittast utan vallar líka. „Við höldum reglulega spilakvöld og annars konar gleði saman, skipuleggjum hópefli til að þétta hópinn okkar enn frekar og ferðumst saman innanlands sem utan. Í fyrra var farin ferð til Barcelona, í ár var það New York og nú styttist í kosningu um vorferð hópsins 2018.“ Hægt er að forvitnast meira um þessa skemmtilegu íþrótt í Facebook-hópi brennókvennanna. Heilsa Tengdar fréttir Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt sport. Við munum flest eftir gleðinni sem fylgdi gamla góða brenniboltanum sem maður spilaði í frímínútum sem krakki. Þetta er svona svipað, bara svo miklu skemmtilegra,“ segir Sólveig Sigurðardóttir. Hún er í hópi kvenna sem hittist tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi og spilar brennibolta af miklum móð. „Brjáluð brennsla, hlátur og gleði í heila klukkustund tvisvar sinnum í viku. Ég held að þetta sé eina líkamsræktin sem að ég hef aldrei skrópað í. Ég held ég hafi ekki sleppt æfingu síðastliðin sjö ár nema að vera beinlínis með skipun frá lækni,“ bætir Sólveig við og hlær.Maður þarf húmor og dass af keppnisskapi Fullorðnar konur hafa hisst til að spila brennibolta, eða brennó, á Íslandi í nokkur ár og hefur sportið vaxið og dafnað. En hvað er svona merkilegt við brennó? „Fyrir utan það að vera skemmtilegasta sport í heimi þá þykir mér alveg óendanlega vænt um allar skemmtilegu vinkonurnar sem brenniboltinn hefur fært mér. Þegar ég hugsa um brennó þá er gleði fyrsta orðið sem poppar upp í kollinum á mér,“ segir Sólveig. Ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana hvað þarf til að spila brennó. „Húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og kannski smá dass af keppnisskapi svona inn á milli. Annars virðast flestir finna sig á vellinum, hvort sem það er í því að grípa, kasta, hlaupa eða halda gleðinni inná vellinum.“ Oft er mikill hiti inni á vellinum og skotið fast.Mynd / Úr einkasafni Áhættusporti fylgja meiðsl Í brennibolta gilda stífar reglur sem kvennahópurinn fer eftir. Oft er mikill hiti í konum á vellinum og hefur það komið fyrir að sumar hverjar hafa verið bornar út af vellinum í lok æfingar. „Þessu áhættusporti fylgja meiðsl eins og í öllum öðrum íþróttum. Við erum alls ekki nógu duglegar að hita upp fyrir æfingar og þá verða stundum ansi klaufaleg meiðsl sem hefði svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir með smávegis upphitun. Ég held okkur vanti eitt stykki harðstjóra eða þjálfara í hópinn sem að skólar okkur stelpurnar örlítið til,“ segir Sólveig og auglýsir hér með eftir téðum harðstjóra. Allar konur 18 ára eldri geta komið og prófað brennóæfingu frítt í Kórnum á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Um þessar mundir er í gangi nýliðatilboð þar sem allar æfingar fram að jólafríi eru á þrjú þúsund krónur. Hér fagnar sigurliðið á síðasta brennómóti. Mikil gleði, svo vægt sé til orða tekið.Mynd / Úr einkasafni Öflugt félagslíf „Við tökum ofsalega vel á móti öllum og elskum að fá ný andlit í hópinn,“ segir Sólveig og bætir við að konurnar, brennóbomburnar eins og þær eru stundum kallaðar, séu duglegar að hittast utan vallar líka. „Við höldum reglulega spilakvöld og annars konar gleði saman, skipuleggjum hópefli til að þétta hópinn okkar enn frekar og ferðumst saman innanlands sem utan. Í fyrra var farin ferð til Barcelona, í ár var það New York og nú styttist í kosningu um vorferð hópsins 2018.“ Hægt er að forvitnast meira um þessa skemmtilegu íþrótt í Facebook-hópi brennókvennanna.
Heilsa Tengdar fréttir Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52