Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 15:20 Flóðin í Houston voru tröllvaxin. Vatnselgurinn var meiri en í síðustu þremur hamfaraflóðunum sem höfðu gengið yfir svæðið. Vísir/AFP Fyrsta rannsóknin þar sem reynt er að varpa ljósi á tengls loftslagsbreytinga við meiriháttar úrkomuviðburði eins og fellibylinn Harvey bendir til þess að úrhelli af því tagi hafi verið sexfalt líklegri vegna hnattrænnar hlýnunar. Stormar á þessu svæði verða enn tíðari á þessari öld komi menn ekki böndum á losun gróðurhúsalofttegunda. Alls féllu um 83 sentímetrar regns á Houston-svæðinu þegar Harvey fór þar yfir í lok ágúst. Fordæmalítil flóðin ollu gríðarlegri eyðileggingu þar og víðar í Texas. Loftslagsvísindamenn hafa talað á almennum nótum um að hnattræn hlýnun muni að líkindum gera fellibylji og rigningarveður öflugri jafnvel þó að þau verði ekki endilega tíðari. Ástæðan er meðal annars sú að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.Úr 2.000 ára endurkomu í hundrað árMeð hjálp tölvuhermunar hefur Kerry Emanuel frá MIT-háskóla nú reynt að varpa ljósi á bein tengls loftslagsbreytinga við úrhellið í Texas. Niðurstaða hans er að árlegar líkur á úrhelli eins og því sem fylgdi Harvey fari úr 1% á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar í 18% fyrir síðustu tvo áratugi þessarar aldar. Sú niðurstaða byggist á forsendum svartsýnasta mats um þróun losunar gróðurhúsalofttegunda á þessari öld á vegum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Sé þessi þróun línuleg segir Emanuel að líkurnar á úrkomu á Houston-svæðinu eins og þeirri sem fylgdi Harvey séu sexfalt meiri nú en þær voru seint á síðustu öld. Í stað þess að gerast einu sinni á 2.000 ára fresti verði endurkomutími flóða af þessari stærðargráðu hundrað ár. „Ég held að menn hafi breytt líkunum töluvert“ segir Emanuel við Washington Post um rannsóknina sem hann birti í PNAS, riti Bandarísku vísindaakademíunnar. Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Fyrsta rannsóknin þar sem reynt er að varpa ljósi á tengls loftslagsbreytinga við meiriháttar úrkomuviðburði eins og fellibylinn Harvey bendir til þess að úrhelli af því tagi hafi verið sexfalt líklegri vegna hnattrænnar hlýnunar. Stormar á þessu svæði verða enn tíðari á þessari öld komi menn ekki böndum á losun gróðurhúsalofttegunda. Alls féllu um 83 sentímetrar regns á Houston-svæðinu þegar Harvey fór þar yfir í lok ágúst. Fordæmalítil flóðin ollu gríðarlegri eyðileggingu þar og víðar í Texas. Loftslagsvísindamenn hafa talað á almennum nótum um að hnattræn hlýnun muni að líkindum gera fellibylji og rigningarveður öflugri jafnvel þó að þau verði ekki endilega tíðari. Ástæðan er meðal annars sú að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.Úr 2.000 ára endurkomu í hundrað árMeð hjálp tölvuhermunar hefur Kerry Emanuel frá MIT-háskóla nú reynt að varpa ljósi á bein tengls loftslagsbreytinga við úrhellið í Texas. Niðurstaða hans er að árlegar líkur á úrhelli eins og því sem fylgdi Harvey fari úr 1% á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar í 18% fyrir síðustu tvo áratugi þessarar aldar. Sú niðurstaða byggist á forsendum svartsýnasta mats um þróun losunar gróðurhúsalofttegunda á þessari öld á vegum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Sé þessi þróun línuleg segir Emanuel að líkurnar á úrkomu á Houston-svæðinu eins og þeirri sem fylgdi Harvey séu sexfalt meiri nú en þær voru seint á síðustu öld. Í stað þess að gerast einu sinni á 2.000 ára fresti verði endurkomutími flóða af þessari stærðargráðu hundrað ár. „Ég held að menn hafi breytt líkunum töluvert“ segir Emanuel við Washington Post um rannsóknina sem hann birti í PNAS, riti Bandarísku vísindaakademíunnar.
Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25