Vel þekkt í Evrópu og er alger perla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 10:30 Magnús segir það stefnu hjá kórunum hans að taka eitthvað nýtt íslenskt á hverju ári. Það verður gert í kvöld. Messan eftir tónskáldið Rheinberger frá Liechtenstein sem flutt verður af söngsveitinni Fílharmóníu í Langholtskirkju í kvöld er talin meðal fegurstu tónverka 19. aldar. Höfundurinn hlaut verðlaun úr hendi Leós páfa XIII fyrir hana árið 1879. Magnús Ragnarsson, stjórnandi Fílharmóníu og organisti í Langholtskirkju, segir þó ekki um þekkt verk á Íslandi að ræða. „En messan er vel þekkt úti í Evrópu og er alger perla. Ég hef stjórnað flutningi hennar í heild sinni einu sinni áður með Kammerkór Áskirkju, Í fyrra fluttum við í Fílharmóníu svo tvo kafla úr henni og eftir það fór fólk í kórnum að ýta á að taka hana alla því hún væri svo flott.“ Meðal þess sem einnig prýðir efnisskrá kvöldsins eru tvö lög eftir ungt tónskáld, Þorvald Örn Davíðsson. „Þetta eru falleg lög og það er stefna hjá kórunum mínum að taka eitthvað nýtt íslenskt á hverju ári, eða í hæsta lagi fimm ára gamalt. Það er svo gaman að styðja við nýsköpun. Þorvaldur Örn er kollegi minn hér í Langholtskirkju því hann stjórnar hér tveimur kórum, Gradualekórnum og Graduale Nobile. Hann er fjölhæfur, spilar á orgel, stjórnar kórum og semur flotta tónlist.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20. Miðaverð er 2.000 krónur en frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Menning Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Messan eftir tónskáldið Rheinberger frá Liechtenstein sem flutt verður af söngsveitinni Fílharmóníu í Langholtskirkju í kvöld er talin meðal fegurstu tónverka 19. aldar. Höfundurinn hlaut verðlaun úr hendi Leós páfa XIII fyrir hana árið 1879. Magnús Ragnarsson, stjórnandi Fílharmóníu og organisti í Langholtskirkju, segir þó ekki um þekkt verk á Íslandi að ræða. „En messan er vel þekkt úti í Evrópu og er alger perla. Ég hef stjórnað flutningi hennar í heild sinni einu sinni áður með Kammerkór Áskirkju, Í fyrra fluttum við í Fílharmóníu svo tvo kafla úr henni og eftir það fór fólk í kórnum að ýta á að taka hana alla því hún væri svo flott.“ Meðal þess sem einnig prýðir efnisskrá kvöldsins eru tvö lög eftir ungt tónskáld, Þorvald Örn Davíðsson. „Þetta eru falleg lög og það er stefna hjá kórunum mínum að taka eitthvað nýtt íslenskt á hverju ári, eða í hæsta lagi fimm ára gamalt. Það er svo gaman að styðja við nýsköpun. Þorvaldur Örn er kollegi minn hér í Langholtskirkju því hann stjórnar hér tveimur kórum, Gradualekórnum og Graduale Nobile. Hann er fjölhæfur, spilar á orgel, stjórnar kórum og semur flotta tónlist.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20. Miðaverð er 2.000 krónur en frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Menning Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira