Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 David Davis Brexitráðherra sést hér til vinstri ásamt Michel Barnier, formanni samninganefndar ESB, á blaðamannafundi í Brussel fyrir helgi. Þar var staða viðræðnanna kynnt en sjötta hluta þeirra lauk í nýliðinni viku. vísir/epa Breska þingið mun eiga lokaorðið um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Þetta kom fram í máli Davids Davis, Brexitráðherra, á breska þinginu í gær. Ekki er hins vegar öruggt að sambandið þurfi að virða niðurstöðu þingsins. Davis sagði meðal annars að lokasamningur Bretlands við ESB fæli í sér breytingar á réttindum borgara, fjárhagslegt uppgjör milli Breta og ESB auk aðlögunartíma. Þær breytingar yrðu lagðar fram sem stjórnarfrumvarp og þyrftu að fara í gegnum þingið til samþykktar. Þingið gæti því haft áhrif á endanlegt innihald þess. Það fæli hins vegar ekki í sér að þingið gæti komið í veg fyrir útgöngu Breta. Sú ákvörðun væri endanleg og lægi nú þegar fyrir. „Það er algjörlega ljóst að þingið mun vera með í ráðum í gegnum allt ferlið,“ sagði Davis. Ræða hans í þinginu var hugsuð til að upplýsa þingmenn um stöðu mála í samningaviðræðunum en sjötta kafla þeirra lauk síðastliðinn föstudag. „Þessi niðurstaða mun gefa þinginu tíma til að gagnrýna, ræða og kjósa um endanlegt samkomulag okkar við ESB,“ sagði Davis. Hann bætti því við að það lægi ekki fyrir hvenær von væri á frumvarpinu til meðferðar í þinginu. „Í marga mánuði hefur Verkamannaflokkurinn kallað eftir því að ríkisstjórnin tryggi að þingið fái að eiga lokaorðið hvað úrsögn varðar,“ sagði Keir Starmer, skuggaráðherra Verkamannaflokksins í Brexitmálum. Starmer bætti því við að ræða Davis fæli í sér að ríkisstjórnin væri ekki að ná árangri í viðræðum sínum. Ræða Davis er talin fela í sér nokkurn ósigur fyrir Íhaldsflokkinn. Þingmenn sem eru hlynntir útgöngu virtust ekki alltof ánægðir með þá niðurstöðu sem Davis kynnti. Talið er að meirihluti þingmanna sé fylgjandi því að reyna svokallað „soft Brexit“. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að ef samkomulag næst ekki milli Breta og ESB mun ekkert frumvarp verða lagt fram. Þá er einnig talið líklegt að slíkt frumvarp kunni að skila sér seint til þingsins og umræður um það gætu því orðið knappar. Þá er alls ekki öruggt að stjórnvöld í Brussel muni fallast á þær breytingar sem breska þingið gerir. „Ef þingið breytir samningsskilmálum mun það líklega þýða að við munum þurfa að fara með þá niðurstöðu aftur til Brussel. Hvort það mun skila einhverju, veit ég ekki,“ svaraði Davis spurningu Clives Efford, þingmanns Verkamannaflokksins. Gert er ráð fyrir að Brexit muni ganga í gegn að fullu þann 29. mars 2019. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Breska þingið mun eiga lokaorðið um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Þetta kom fram í máli Davids Davis, Brexitráðherra, á breska þinginu í gær. Ekki er hins vegar öruggt að sambandið þurfi að virða niðurstöðu þingsins. Davis sagði meðal annars að lokasamningur Bretlands við ESB fæli í sér breytingar á réttindum borgara, fjárhagslegt uppgjör milli Breta og ESB auk aðlögunartíma. Þær breytingar yrðu lagðar fram sem stjórnarfrumvarp og þyrftu að fara í gegnum þingið til samþykktar. Þingið gæti því haft áhrif á endanlegt innihald þess. Það fæli hins vegar ekki í sér að þingið gæti komið í veg fyrir útgöngu Breta. Sú ákvörðun væri endanleg og lægi nú þegar fyrir. „Það er algjörlega ljóst að þingið mun vera með í ráðum í gegnum allt ferlið,“ sagði Davis. Ræða hans í þinginu var hugsuð til að upplýsa þingmenn um stöðu mála í samningaviðræðunum en sjötta kafla þeirra lauk síðastliðinn föstudag. „Þessi niðurstaða mun gefa þinginu tíma til að gagnrýna, ræða og kjósa um endanlegt samkomulag okkar við ESB,“ sagði Davis. Hann bætti því við að það lægi ekki fyrir hvenær von væri á frumvarpinu til meðferðar í þinginu. „Í marga mánuði hefur Verkamannaflokkurinn kallað eftir því að ríkisstjórnin tryggi að þingið fái að eiga lokaorðið hvað úrsögn varðar,“ sagði Keir Starmer, skuggaráðherra Verkamannaflokksins í Brexitmálum. Starmer bætti því við að ræða Davis fæli í sér að ríkisstjórnin væri ekki að ná árangri í viðræðum sínum. Ræða Davis er talin fela í sér nokkurn ósigur fyrir Íhaldsflokkinn. Þingmenn sem eru hlynntir útgöngu virtust ekki alltof ánægðir með þá niðurstöðu sem Davis kynnti. Talið er að meirihluti þingmanna sé fylgjandi því að reyna svokallað „soft Brexit“. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að ef samkomulag næst ekki milli Breta og ESB mun ekkert frumvarp verða lagt fram. Þá er einnig talið líklegt að slíkt frumvarp kunni að skila sér seint til þingsins og umræður um það gætu því orðið knappar. Þá er alls ekki öruggt að stjórnvöld í Brussel muni fallast á þær breytingar sem breska þingið gerir. „Ef þingið breytir samningsskilmálum mun það líklega þýða að við munum þurfa að fara með þá niðurstöðu aftur til Brussel. Hvort það mun skila einhverju, veit ég ekki,“ svaraði Davis spurningu Clives Efford, þingmanns Verkamannaflokksins. Gert er ráð fyrir að Brexit muni ganga í gegn að fullu þann 29. mars 2019.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira