„Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2017 19:00 Á fimmta hundrað eru látnir og fleiri en sjö þúsund slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem átti upptök sín við landamæri Íraks og Írans í gærkvöldi. Íslensk kona sem búsett er á svæðinu segir að erfitt hafi verið að yfirgefa heimili sitt á meðan skjálftinn reið yfir. Skjálftinn sem var af stærðinni 7,3 fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit auk Írans og Íraks. Mikil skelfing greip um sig þegar íbúar flúðu skjálftann út á götu. Miklar skemmdir má sjá á myndum sem hafa verið að berast frá hamfarasvæðum en talið er að um sjötíu þúsund manns eigi í engin hús að venda eftir skjálftann. Björgunarstarf hefur farið brösulega af stað þar sem erfitt hefur verið að komast á svæðin sökum skiðufalla, jarðvegshruns og hrunina bygginga og þá hefur víðtækt rafmagnsleysi ekki bætt úr skák. Alvarlegasta ástandið í bænum Sarpol-e Zahab í Íran, fimmtán kílómetrum frá landamærunum við Írak en stærsta sjúkrahús bæjarins varð illa úti í og hefur ekki getað sinnt þeim hundruðum sem þangað hafa leitað. Íslensk kona sem starfar í Írak býr í um 270 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. „Ég sat í stofunni heima hjá mér og var að horfa á sjónvarpið, og allt í einu byrjaði sófinn aðeins að hristast og fór svo að hristast meira og meira og allt í einu er allt farið að sveiflast til, segir Hildur Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Qandil. Hildur segir mikla hræðslu hafa gripið um sig.Áttaðir þú þig á því strax hvað var að gerast? „Nei nefnilega ekki. Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás eða eitthvað svoleiðis. Ég var eiginlega ennþá hræddari því ég bjóst alls ekki við jarðskjálfta. Þetta er ekki jarðskjálftasvæði, þetta hefur bara aldrei gerst áður hérna,“ segir Hildur. Hildur yfirgaf heimili sitt af elleftu hæð í miklu flýti ásamt sambýlisfólki sínu. Hún segir að erfitt hafi verið að yfirgefa húsið. „Við hlupum niður stigann á meðan hann sveiflaðist til og frá í alveg nokkrar mínútur. Það tekur langan tíma að komast niður ellefu hæðir," segir Hildur. Búist er við að tala látinna og slasaðra kom til með að hækka upptalsvert þegar frekar aðstoð berst til afskektari svæða. Náttúruhamfarirnar í Íran og Írak í gærkvöldi eru þær mannskæðustu í heiminum á árinu 2017. Tengdar fréttir Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Á fimmta hundrað eru látnir og fleiri en sjö þúsund slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem átti upptök sín við landamæri Íraks og Írans í gærkvöldi. Íslensk kona sem búsett er á svæðinu segir að erfitt hafi verið að yfirgefa heimili sitt á meðan skjálftinn reið yfir. Skjálftinn sem var af stærðinni 7,3 fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit auk Írans og Íraks. Mikil skelfing greip um sig þegar íbúar flúðu skjálftann út á götu. Miklar skemmdir má sjá á myndum sem hafa verið að berast frá hamfarasvæðum en talið er að um sjötíu þúsund manns eigi í engin hús að venda eftir skjálftann. Björgunarstarf hefur farið brösulega af stað þar sem erfitt hefur verið að komast á svæðin sökum skiðufalla, jarðvegshruns og hrunina bygginga og þá hefur víðtækt rafmagnsleysi ekki bætt úr skák. Alvarlegasta ástandið í bænum Sarpol-e Zahab í Íran, fimmtán kílómetrum frá landamærunum við Írak en stærsta sjúkrahús bæjarins varð illa úti í og hefur ekki getað sinnt þeim hundruðum sem þangað hafa leitað. Íslensk kona sem starfar í Írak býr í um 270 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. „Ég sat í stofunni heima hjá mér og var að horfa á sjónvarpið, og allt í einu byrjaði sófinn aðeins að hristast og fór svo að hristast meira og meira og allt í einu er allt farið að sveiflast til, segir Hildur Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Qandil. Hildur segir mikla hræðslu hafa gripið um sig.Áttaðir þú þig á því strax hvað var að gerast? „Nei nefnilega ekki. Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás eða eitthvað svoleiðis. Ég var eiginlega ennþá hræddari því ég bjóst alls ekki við jarðskjálfta. Þetta er ekki jarðskjálftasvæði, þetta hefur bara aldrei gerst áður hérna,“ segir Hildur. Hildur yfirgaf heimili sitt af elleftu hæð í miklu flýti ásamt sambýlisfólki sínu. Hún segir að erfitt hafi verið að yfirgefa húsið. „Við hlupum niður stigann á meðan hann sveiflaðist til og frá í alveg nokkrar mínútur. Það tekur langan tíma að komast niður ellefu hæðir," segir Hildur. Búist er við að tala látinna og slasaðra kom til með að hækka upptalsvert þegar frekar aðstoð berst til afskektari svæða. Náttúruhamfarirnar í Íran og Írak í gærkvöldi eru þær mannskæðustu í heiminum á árinu 2017.
Tengdar fréttir Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29